Skírnir - 01.04.2012, Page 71
SKÍRNIR
FRÁ NÝSKÖPUN LÝÐRÆÐIS TIL ...
69
herstöðvar á íslandi til 99 ára. Deilur innan ríkisstjórnarinnar
um varnamál urðu stjórninni að falli. Sósíalistar sögðu sig úr
stjórninni, forseta Islands til mikillar gleði enda taldi hann
að „kommúnistar" ættu ekki heima í ríkisstjórn landsins.21
2. Eftir fall Nýsköpunarstjórnarinnar varð langvinn stjórnar-
kreppa. Gekk hvorki né rak að mynda stjórn í nokkra mánuði.
Að lokum veitti Sveinn Stefáni Jóhanni Stefánssyni, formanni
minnsta þingflokksins, Alþýðuflokksins, umboð til að mynda
stjórn — jafnvel minnihlutastjórn Alþýðuflokksins. Sveinn og
Stefán Jóhann voru mjög samstíga sem talsmenn varnarsam-
starfs við Bandaríkin og báðir höfðu andúð á „kommún-
isturn". Eftir að Stefán Jóhann hafði fengið umboð forseta í
hendur sáu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sig tilneydda
að setjast í ríkisstjórn undir hans forsæti.22
3. Stjórn Stefáns Jóhanns varð ekki langlíf og í árslok 1949
myndaði Ólafur Thors í annað sinn minnihlutastjórn Sjálf-
stæðisflokksins. I mars 1950 samþykkti Alþingi vantraust á
stjórnina. Rétt eins og 1942 kom nú til deilna milli forsæt-
isráðherrans Ólafs Thors og þjóðhöfðingjans. Á fundi þeirra
1950 bað Ólafur Thors forsetann „að gefa okkur þingrofs-
réttinn" svo að ríkisstjórnin mætti „lögfesta gengislækkunina
og allt það, sem nauðsynlegt er í því frumvarpi, þegar í stað
daginn eftir að þingmenn hafa farið heim“ (Matthías Jo-
hannessen 1981: 142). Forsetinn varð ekki við ósk Ólafs
heldur hóf undirbúning að myndun utanþingsstjórnar undir
forsæti Vilhjálms Þór. Ólafur Thors taldi þá Sjálfstæðis-
flokkinn neyddan til að mynda stjórn með Framsóknar-
flokknum undir forsæti Framsóknarþingmanns, Steingríms
Steinþórssonar.
21 Sbr. Val Ingimundarson 1996: 44, 80-81.
22 Stefán Jóhann Stefánsson 1967: 19-27, hér 26. Hann segir m.a.: „Ég hafði á
þessum fundi fengið þau umboð, sem ég þarfnaðist til stjórnarmyndunar. Til-
kynnti ég forsetanum daginn eftir, 1. febrúar 1947, hvernig sakir stæðu, og kvaðst
hann mundu samþykkja ráðherralista minn, hvort heldur væri í samstjórn þriggja
flokka eða minnihlutastjórn Alþýðuflokksins.“