Skírnir - 01.04.2012, Page 72
70
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
I fótspor Sveins: Asgeir Asgeirsson (forseti 1952-1968)
Sveinn Björnsson lést í embætti árið 1952. Ásgeir Ásgeirsson var þá
kosinn forseti eftir mjög harða baráttu við sr. Bjarna Jónsson sem
naut stuðnings ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks. Ásgeir var þingmaður Alþýðuflokksins en var þar
áður einn af helstu forystumönnum Framsóknarflokksins, m.a. for-
sætisráðherra 1932-1934. Mikið var í húfi 1952. Sveinn Björnsson
hafði gert forsetaembættið að valdaembætti og mat stjórnmála-
manna var að á „örlagaríkustu augnablikum" fari forsetinn „með
meira vald og geti því ráðið meiru um framtíðarheill þjóðarinnar en
nokkru sinni hefur verið á eins manns færi, allt frá því land byggðist
...“ (Matthías Johannessen 1981: 211-212). ForystaFramsóknar og
Sjálfstæðisflokks vildu því ekki hafa á forsetastól stjórnmálamann
sem væri líklegur til að gegna embættinu að hætti Sveins Björns-
sonar.
í fyrstu innsetningarræðu sinni fjallaði Ásgeir Ásgeirsson (1952)
um hlutverk forseta Islands og sagði m.a.:
Sá sem er fyrstur í starfi á ríkan þátt í að móta þær venjur, sem skapast um
beitingu valdsins. Stjórnarskrá íslands fær forseta mikið vald, í orði kveðnu
en takmarkar það við vilja Alþingis og ríkisstjórnar. Um löggjöf og stjórn-
arathafnir þarf undirskrift ráðherra, sem bera hina pólitísku ábyrgð. For-
setinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn, en er um það bundinn af vilja
meirihluta Alþingis — ef hann er til, svo sem vera ber. Þegar þjóðin hefur
kosið til Alþingis, þá ætlast hún til, að þingmenn hafi lag og vilja á að skapa
starfandi meirihluta. Það er hættulegt fyrir álit og virðingu Alþingis, þegar
það mistekst, og ætti helst aldrei að koma fyrir. Það er þjóðarnauðsyn að
áhrif forsetans til samstarfs og sátta séu sem ríkust, og þá sérstaklega, þegar
stjórnarmyndun stendur fyrir dyrum.
Ásgeir var endurkjörinn án mótframboðs 1956. Sama ár voru kosn-
ingar til Alþingis. I þeim var Alþýðuflokkurinn í kosningabandalagi
við Framsóknarflokkinn og flokkarnir tveir buðu ekki fram hvor
gegn öðrum. I Reykjavík var sameiginlegt framboð flokkanna
tveggja undir merkjum Alþýðuflokksins en þar skipaði þingkona
Framsóknarflokksins, Rannveig Þorsteinsdóttir, þriðja sæti listans.