Skírnir - 01.04.2012, Síða 74
72
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
1952; forsetinn var ekki lengur í hlutverki sáttasemjara heldur
orðinn „oddviti" og úrskurðaði sem þjóðkjörinn valdhafi í mikil-
vægum málum. I ræðunni var einnig að finna mjög skýrt dæmi um
það hvers konar hlutverki Ásgeir ætlaði forseta Islands að gegna „á
úrslitastundum“. Með varfærnu orðalagi talaði forsetinn nefnilega
gegn stefnu meirihluta Alþingis og ríkisstjórnarinnar í utanríkis-
málum. Bandaríski herinn ætti ekki að hverfa úr landi. „Tónninn í
máli forsetans var sá, að aðild Islands að NATO legði þær skuld-
bindingar á íslensk stjórnvöld að segja ekki einhliða upp varnar-
samningnum við Bandaríkin heldur semja um endurskoðun hans“
(Svanur Kristjánsson 2005: 158).
Sjálfstæðisflokkurinn tók að sjálfsögðu málflutningi forsetans
fagnandi en stjórnarflokkarnir létu eins þeir hefðu ekki skilið hvað
forsetinn var að fara. Stjórnarandstaða forsetans harðnaði eftir því
sem leið á valdatíma ríkisstjórnar Hermanns og í nýársávarpi 1958
gagnrýndi Ásgeir hlutleysisstefnu í utanríkismálum og sagði hana
ekki vera neinn valkost fyrir Island. Þá var Þjóðviljanum, málgagni
Sósíalistaflokksins, nóg boðið. Leiðari blaðsins 3. janúar 1958 bar
yfirskriftina „Áróður forsetans" og hófst þannig: „Forseta íslands,
herra Ásgeiri Ásgeirssyni, gengur erfiðlega að gleyma því að honum
ber ekki lengur það hlutverk að vera áróðursmaður fyrir hernáms-
flokk, þótt hann eigi sér þá fortíð að hafa staðið að Keflavíkur-
samningi, Atlanzhafssamningi og hernámi."
Eftir fall Vinstri stjórnarinnar haustið 1958 náðu afskipti Ásgeirs
af stjórnmálum nýjum hæðum. Eins og eðlilegt var hafði Ólafur
Thors, formaður stærsta flokksins, fyrst fengið umboð frá forseta til
að mynda meirihlutastjórn. Ólafi mistókst og skilaði umboðinu
aftur. Samkvæmt reglum þingræðis var reiknað með að forsetinn
leitaði næst til fráfarandi forsætisráðherra, Hermanns Jónassonar,
það álit mitt hefir styrkst og orðið að sannfæring, að ekkert þjóðfélag getur verið
án oddvita. Valdsvið hans getur verið vítt eða þröngt. En stjórnskipunarlög verða
aldrei svo fullkomin, að þar verði ekki einhverjir óskráðir kaflar. Gætir þess t.d.
við stjórnarmyndanir og á úrslitastundum. Þá þarf einhver að vera til úrskurðar,
kjörinn af alþjóð til að hafa alþjóðar sjónarmið, sem ekki er bundið af hags-
munum einstakra flokka. Lög eru landstólpi, en geta aldrei komið til fulls í
staðinn fyrir manninn sjálfan, fjölbreytta lífsreynslu og dómgreind.“