Skírnir - 01.04.2012, Page 80
78
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
fyrrum varaformanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra Við-
reisnarstjórnarinnar.31
I kosningabaráttunni kom fram mjög ólíkur skilningur fram-
bjóðendanna á hlutverki og stöðu forseta. Gunnar og stuðnings-
menn héldu á lofti upphaflegum skilningi á forsetaembættinu: „Að
jafnaði er hér um formlegt vald að ræða, sem í reynd er í höndum
ríkisstjórna. En forsetanum er falið raunverulegt vald, varðandi
myndun ríkisstjórnar og staðfestingu á lögum. Ef ekki er fyrir hendi
meirihluti alþingismanna er stendur að stjórn, er forsetanum sá
vandi á höndum að sjá landinu fyrir ríkisstjórn; reynir þá mjög á
hæfni hans og óhlutdrægni, því að oft er það vandasamt verk að
leysa stjórnarkreppur. Og ef forseti synjar lögum staðfestingar, skal
leggja þau lög undir þjóðaratkvæði“ (Stuðningsmenn 1968). Gunnar
sat á þingi þegar lýðveldisstjórnarskráin var samin og var síðar mál-
svari þess að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslu um veru bandarísks
herliðs í landinu.32 Sumir stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns höfðu
sama skilning á stöðu forsetans: „Valdsvið forseta og réttur til að
fresta afgreiðslu mála eða skjóta þeim undir dóm þjóðarinnar sýnir,
að hann á að vaka yfir því, að handhafar löggjafar- og framkvæmda-
valds gangi ekki í berhögg við vilja þjóðarinnar. Æskilegt er auð-
vitað, að ekki þurfi að koma til slíkrar íhlutunar af hálfu forseta, en
vald hans er lýðræðinu mikil trygging" (Vésteinn Ólason 1968).
Stuðningsmenn frambjóðendanna drógu hins vegar mjög mis-
munandi ályktanir af sameiginlegri áherslu á mikilvægu lýðræðis-
hlutverki forseta Islands. Þannig var löng stjórnmálareynsla Gunn-
ars ýmist talin honum til tekna eða hann sagður fulltrúi valdahóps-
ins sem Kristján væri alls ekki:
Hlutverk forseta er að vera fulltrúi þjóðarinnar gagnvart valdakerfinu,
tryggja að því sé ekki misbeitt. Það hlýtur því að vera æskilegt, að forseti
sé sem óháðastur valdastéttinni. Ég tel mjög óheppilegt að hann komi svo
að segja beint úr hópi þeirra manna, sem með völdin fara eða um þau keppa.
[...] Ég styð dr. Kristján Eldjárn í forsetakosningunum 30. júní vegna þess
31 Sjá t.d. frásögn Eysteins Jónssonar, formanns Framsóknarflokksins (Vilhjálmur
Hjálmarsson 1985: 233-236).
32 Sbr. Guðna Th. Jóhannesson 2010a: 208.