Skírnir - 01.04.2012, Side 85
SKÍRNIR
FRÁ NÝSKÖPUN LÝÐRÆÐIS TIL ...
83
„Mín niðurstaða er því sú, að hér sé um hreint valdarán að ræða og
það vantar bara byssustingina og barsmíðasveitirnar til þess að sam-
líkingin við aðrar þjóðir sé alveg fullkomin."38
Árið 1976 hafði Kristján Eldjárn augljóslega menntast í veru-
leika íslenskra stjórnmála þar sem hatrömm valdabarátta ríkti bæði
milli stjórnmálaflokka og innan þeirra. Forsetinn gat ekki setið hjá
aðgerðalaus heldur varð hann að axla ábyrgð sem handhafi æðsta
valdsins. Kristján sætti aftur harðri gagnrýni árið 1978 þegar hann
veitti Lúðvík Jósepssyni, formanni Alþýðubandalagsins, umboð til
að mynda stjórn. Var það í fyrsta sinn sem formaður sósíalistaflokks
fékk slíkt umboð. Segja má að Morgunblaðið, málgagn Sjálfstæðis-
flokksins, hafi þá bókstaflega gengið af göflunum í gagnrýni á for-
setann sem blaðið ásakaði um að ganga erinda „kommúnista“.
Blaðið fullyrti að í Ijósi aðgerða forsetans dygði ekkert minna en
tafarlaust „að hefja nýja sjálfstæðisbaráttu til þess að tryggja lýðræði
og þingræði í landi hér“.39
Kristján þurfti allt til enda forsetaferils síns að glíma við stjórn-
arkreppu í skugga efnahagserfiðleika og óðaverðbólgu. I valdatíð
hans voru stjórnarskipti tíð og stjórnarmyndanir yfirleitt erfiðar:
sex forsætisráðherrar voru við völd á tólf árum, 1968-1980, og ein-
ungis Ólafur Jóhannesson gegndi embættinu oftar en einu sinni. Á
nokkurra mánaða tímabili 1979-1980 undirbjó Kristján meira að
38 „Björn Jónsson fyrrum ráðherra 1974. Athyglisvert er að bera samþykki
Kristjáns Eldjárns við þingrofsbeiðni forsætisráðherra 1974 saman við viðbrögð
Ásgeirs Ágeirssonar eftir að slitnaði upp úr samstarfi Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks vorið 1956. Fyrst neitaði Ásgeir ósk Hermanns Jónassonar, for-
manns Framsóknarflokksins, um að mynda minnihlutastjórn með Alþýðuflokki
sem hefði það hlutverk að rjúfa þing og boða til kosninga. Einnig varð Ásgeir ekki
við tillögu Hermanns um að forseti skipaði utanþingstjórn, sbr. Agnar Kl. Jóns-
son 1969: 298. Þess í stað boðaði forseti til ríkisráðsfundar og bókaði þar yf-
irlýsingu: „Ég felst á tillögu starfandi forsætisráðherra, Ólafs Thors, um að
Alþingi verði rofið frá 24. júní n.k. að telja og óska jafnframt bókað, að ég hef full-
vissað mig um í viðtölum við formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og
Alþýðuflokks, að meirihluti Alþingis er tillögunni samþykkur" (Björn Bjarna-
son 1979). Ekki verður annað séð en að Kristján hafi 1974 talið forseta Islands hafa
meiri völd gagnvart meirihluta Alþingis heldur en Ásgeir gerði 1956: Kristján
tók beiðni forsætisráðherra um þingrof fram yfir skýra andstöðu meirihluta
Alþingis við að umboð þess yrði afturkallað og boðað til kosninga.
39 Halldór Blöndal 1978. Sjá einnig Guðna Th. Jóhannesson 2005: 145-159.