Skírnir - 01.04.2012, Page 86
84
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
segja tvisvar utanþingsstjórn, í bæði skiptin undir forsæti vinar síns
og ráðgjafa, Jóhannesar Nordals seðlabankastjóra. I janúar 1980
stillti forsetinn stjórnmálaforingjum bókstaflega upp við vegg, gaf
þeim viku til að mynda stjórn en ella tæki við völdum utanþings-
stjórn. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Thoroddsen,
nýtti sér ringulreiðina og fékk umboð forseta til að mynda óvenju-
legustu ríkisstjórn síðari tíma, en í henni voru auk Gunnars tveir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokkur og Alþýðu-
bandalag. Enn og aftur varð Kristján fyrir gagnrýni enda hafði
Gunnar í fyrstu ekki starfhæfan þingmeirihluta sér að baki. Gunnar
fékk umboð forseta til stjórnarmyndunar með sama þingmanna-
fjölda (31) sem ekki hafði dugað Geir Hallgrímssyni til að öðlast
traust forsetans til stjórnarmyndunar 1974.40
Eg tel engan vafa leika á því að Kristján Eldjárn hafi í upphafi
ætlað að gegna forsetaembættinu með öðrum hætti en forverar hans,
vera menningarleiðtogi en ekki valdamaður. Þegar upp var staðið
hafði hann í orði og verki gegnt mikilvægu hlutverki við stjórnar-
myndanir líkt og forverar hans án þess þó að mismuna stjórnmála-
flokkum og stjórnmálamönnum. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð-
ingur virðist hafa á réttu að standa þegar hann skrifar: „Sú kenning
stenst því ekki að stjórnarkreppur hafi verið óvenju langvinnar í
forsetatíð Kristjáns Eldjárns vegna þess að hann hafi verið svo var-
færinn og haldið sig um of til hlés. Þegar hafa þurfti snarar hendur
var forseti þeim vanda vaxinn."41 Forsetinn, sem í upphafi vildi ein-
göngu stýra eftir vita íslenskrar þjóðmenningar, sigldi þegar upp
var staðið eftir vita stjórnmála og valda.
40 Sbr. Guðna Th. Jóhannesson 2005: 90-104, 271-283. Merkilegt hlýtur að teljast
að Kristján Eldjárn skuli tvívegis hafa valið Jóhannes Nordal sem forsæt-
isráðherraefni, sbr. Svan Kristjánsson 2006a: 244. Þar segir m.a.: „Jóhannes var
ein af burðarstólpum Viðreisnarstjórnarinnar og gegndi margvíslegum og mik-
ilvægum ábyrgðarstörfum fyrir hana, meðal annars sem seðlabankastjóri og
formaður stjórnar Landsvirkjunar og álviðræðunefndar. [...] Utanþingsstjórn
undir forsæti Jóhannesar Nordals hefði að öllum líkindum þýtt endurreisn valda-
kerfis Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem meirihluti þjóðarinnar var að mót-
mæla með kosningu Kristjáns til forseta árið 1968.“
41 Guðni Th. Jóhannesson 2007:12; sjá einnig Guðna Th. Jóhannesson 2005:296-306.