Skírnir - 01.04.2012, Page 87
SKÍRNIR
FRÁ NÝSKÖPUN LÝÐRÆÐIS TIL ...
85
Að virða óheft flokkavald: Vigdís Finnbogadóttir
(forseti 1980-1996)
Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Islands með um þriðjung
atkvæða að baki sér, fyrst kvenna í heiminum til að verða þjóðkjör-
inn þjóðhöfðingi. Hún var endurkjörin án mótframboðs 1984 og
1992 en fékk mótframboð 1988 (Sigrún Þorsteinsdóttir) og hlaut þá
94,6 prósent atkvæða.
í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu rétt fyrir kosningar lýsti
Vigdís því hvers konar forseti hún yrði, en hún hafði þá verið leik-
hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur í átta ár:
í störfum mínum hingað til hef ég leitazt við að kynna mér málavexti eins
ýtarlega og kostur er. Ég hef ekki hikað við að leita ráða þegar lausnir liggja
ekki í augum uppi, en endanlegar ákvarðanir er ég vön að taka sjálf. Yrði ég
kjörin forseti Islands héldi ég áfram að hafa þann hátt á. Pólitísk úrlausn-
arefni á borð við stjórnarmyndun eða lausn stjórnarkreppu held ég varla að
nokkrum dytti í hug að leggja til atlögu við nema í samráði við aðra. Á þess-
ari stundu gæti ég nefnt þér með nafni það fólk, sem ég mundi hafa samráð
við, en það fólk er úr öllum stjórnmálaflokkum, auk forvígismanna úr
helztu atvinnugreinum. (Áslaug Ragnars 1980)
I fyrstu innsetningarræðu sinni fjallaði Vigdís Finnbogadóttir
(1980) um stöðu forsetans. Kvaðst hún hugleiða það traust sem
henni hefði verið sýnt með kjöri hennar til þessa mikla virðingar-
embættis í íslensku samfélagi, sem hefði verið nefnt sameiningar-
tákn allra. Ofarlega í huga ríkti einlæg ósk um að lýðræðislegur
háttur þjóðarinnar á þessu kjöri og allri stjórnskipun mætti verða
landinu til gæfu, í skiptum landsmanna hver við annan og við aðrar
þjóðir. Ræðan fjallaði síðan mest um mikilvægi íslenskrar tungu og
menningar, frelsi einstaklingsins og ábyrgð hans í samfélagi við aðra.
Vigdís ætlaði sér augljóslega að taka Kristján Eldjárn sér til fyrir-
myndar og leggja áherslu á að vera „sameiningartákn" íslenskrar
þjóðar sem stæði vörð um landið, tunguna og menningararfinn al-
mennt. Hún myndi hafa afskipti af stjórnarmyndunum, gerðist þess
þörf, en láta alla stjórnmálaflokka og alla stjórnmálaforingja njóta
sannmælis. Vigdís „vildi temja sér verklag Kristjáns Eldjárns og