Skírnir - 01.04.2012, Page 90
88
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
þingi ... Ég er svo demokratísk, gegnumdemokratísk, með full-
veldið svona í farteskinu, og demokratíu að leiðarljósi i öllu sem ég
fæst við. Mikill lýðræðisinni." Til þess að forseti landsins beiti sér
gegn lýðræðiskjörnu Alþingi þurfi hins vegar að vera mjög alvarlegt
mál á ferðinni, eins og t.a.m. ef ákveðið er að selja hluta landsins eða
taka upp dauðarefsingar" (Baldur Þórhallsson 2008: 94).
Þegar á heildina er litið virðist yfirlýsing Vigdísar endurspegla vel
lýðræðishugmyndir íslenskra ráðamanna á síðasta áratug 20. aldar.
I reynd væri forseti Islands án lýðræðislegs umboðs og valdalaus
með öllu en allt vald væri í höndum fulltrúa stjórnmálaflokkanna á
þingi og í ríkisstjórn. Ari síðar undirstrikaði forsætisráðherrann,
Davíð Oddsson, enn frekar alvald flokkavaldsins þegar hann til-
kynnti þá „ákvörðun sína“ að rjúfa ekki þing af tillitssemi við sam-
starfsflokkinn, Alþýðuflokkinn.44
Á forsetaárum Vigdísar Finnbogadóttir virtist embætti forseta
íslands orðið valdalaust með öllu í reynd. Flokkavaldið réð óheft að
nýju. Nýsköpun lýðræðis var með öllu horfin. Eftir stóð hins vegar
mikilvægt sameiningartákn þjóðlífs og menningar í höndum merki-
legrar og ástsællar konu.45
Nýsköpun lýðræðis eða óheft flokkavald?
Ríflega hálf öld er ekki langur tími í sögu þjóðar en langur í lífi ís-
lenska lýðveldisins og stjórnarskrár þess. Árið 1944 var gerður nýr
sáttmáli í landinu sem mælti fyrir um nýsköpun lýðræðis. Óheftu
44 Sbr. frétt Morgunblaðsins, 10. ágúst 1994 (Agnes Bragadóttir 1994). Þar sagði
einnig: „Davíð Oddsson, forsætisráðherra greindi ríkisstjórninni frá þeirri
niðurstöðu sinni á fundi í gærmorgun, að hann væri horfinn frá hugsanlegum
áformum um haustkosningar." í fréttinni var einnig haft eftir Davíð: „Oftast
hefur þingrof farið þannig fram, að upplausn er komin í þjóðfélaginu og forsæt-
isráðherra ákveður í skyndingu, án samráðs við einn eða neinn, að rjúfa þing og
boða til kosninga." Engin dæmi eru um íslenskur forsætisráðherra hafi rofið þing
án undirskriftar handhafa æðsta valdsins (konungs, ríkisstjóra, forseta) enda
hefur íslensk stjórnarskrá aldrei heimilað slíkt. Áður hefur komið fram í grein-
inni að árið 1950 neitaði Sveinn Björnsson forseti beiðni forsætisráðherra (Ólafs
Thors) um að rjúfa þing, gefa út bráðabirgðalög um efnahagsráðstafanir og boða
til þingkosninga.
45 Sbr. ævisögu Vigdísar eftir Pál Valsson (2009).