Skírnir - 01.04.2012, Page 94
92
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
hljómgrunn í stjórnskipunarkenningum leiðandi háskólaprófessora
sem oft voru einnig stjórnmálaleiðtogar.50 Bjarni Benediktsson taldi
t.d. að beiting 26. gr. samræmdist ekki þingræðisskipulagi landsins.
Fyrir forsetakosningar 1968 fjallaði hann um málskotsrétt forset-
ans og sagði m.a.: „Þarna er þó einungis um öryggisákvæði að ræða,
sem deila má um, hvort heppilegt hafi verið að setja í stjórnarskrána.
Aldrei hefur þessu ákvæði verið beitt og sannast sagna á ekki að
beita því þar sem þingræði er viðhaft. [...] Ekki er kunnugt, að for-
seta hafi nokkru sinni komið til hugar að stofna til þess glundroða,
sem af því mundi leiða, ef hann ætlaði að hindra Alþingi í löggjaf-
arstarfi þess“ (Matthías Johannessen 1968b). Ólafur Jóhannesson
var sammála Bjarna Benediktssyni og skrifaði m.a. í kennslubók
sína, Stjórnskipun Islands: „Forseta er formlega heimilt að neita að
samþykkja eða staðfesta lög, og þarf eigi til þess atbeina ráðherra.
Hann verður ekki þvingaður til þessara athafna. Hins vegar geta
slíkar synjanir hans leitt til árekstra við ráðherra og orðið til þess, að
ráðherra segði af sér. Gæti þá svo farið, að forseti yrði í vandræðum
með myndun ríkisstjórnar, ef meirihluti þings stæði með ráðherra,
sem gera mætti ráð fyrir“ (Ólafur Jóhannesson 1978: 129-130). í
stað þess að horfa til upprunalegrar túlkunar á ákvæðinu í 26. gr.
um málskotsrétt forseta og þjóðaratkvæðagreiðslu, var litið á það
sem „dauðan bókstaf" í reynd.51
50 Bjarni Benediktsson lagaprófessor varð formaður Sjálfstæðisflokksins. Ólafur
Jóhannesson var prófessor í stjórnskipunarrétti og höfundur kennslubókar um
stjórnskipun Islands; hann varð formaður Framsóknarflokksins. Báðir urðu for-
sætisráðherrar. Gylfi Þ. Gíslason var prófessor í viðskiptafræði fyrir og eftir for-
mennsku í Alþýðuflokknum. Ólafur Ragnar Grímsson prófessor í stjórnmála-
fræði varð formaður Alþýðubandalagsins.
51 Ólafur Ragnar Grímsson og Þorbjörn Broddason 1979: 139. Guðni Th. Jó-
hannesson (2010b: 82-86) fjallar um túlkun fræðimanna og fjögurra forseta á 26.
gr. stjórnarskrárinnar. Athyglisvert er að þessi nýi „rétttrúnaður“ byggðist ekki
á fræðilegri greiningu á skilningi alþingismanna 1943-1944 á ákvæðinu. Engum
sögum fór heldur af rannsóknum á viðhorfum þjóðarinnar til málskotsréttar for-
seta íslands eða réttmæti þjóðaratkvæðagreiðslna yfirleitt. Sömuleiðis skipti ef-
laust máli að stjórnarskráin var aldrei endurskoðuð eins og Alþingi hafði lofað.
Þar af leiðandi var m.a. aldrei skilgreint hvaða lagafrumvörp teldust „mikilvæg"
og þess vegna eðlilegt að forseti beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar og vísaði þeim til
þjóðaratkvæðagreiðslu þrátt fyrir samþykkt Alþingis. Sbr. Guðna Th. Jóhann-
esson 2011.