Skírnir - 01.04.2012, Side 112
110
HJALTI HUGASON
SKÍRNIR
orðnu (Aries 1982: 6, 12, 52, 75, 78, 79, 84-85, 157-158, 167-170,
230-231). Æviskeiðið sem þá hófst má kalla ungdómsár og vöruðu
þau fram til 24 ára aldurs og lauk þegar leiðir skildu með þeim Ingi-
mundi fóstra hans og Guðmundur vígðist til prests en það var jafn-
framt fullorðinsvígsla hans (rite de passage). Þá tók þriðja skeiðið
við, það er starfs- eða fullorðinsárin. Guðmundur náði háum aldri
á sinnar tíðar mælikvarða en hann varð hálfáttræður. Þar sem hann
hélt embætti til dánardægurs er aftur á móti ekki mögulegt að líta á
ellina sem félagslega afmarkað skeið í lífi Guðmundar. Sökum
hrumleika má þó skoða rúm tvö síðustu æviár hans sem líffræðilega
elli (Sturlunga saga I 1946: 374, 399).
Áföllin sem Guðmundur varð fyrir dundu því á honum síðla á
ungdómsárum og í upphafi fullorðinsára. Má ætla að það hafi gert
áföllin tilfinnanlegri að þau bar þannig upp á viðkvæmt umbrota-
skeið í lífi hans.
Viðbrögð Guðmundar við áföllunum
Sagnaritunin um Guðmund Arason þjónaði að nokkru leyti þeim
tilgangi að upphefja hann sem helgan mann (Vésteinn Ólason 1 1992:
351-352,421, 425,432,433,458,474; Vésteinn Ólason II 1993: 258-
263; Stefán Karlsson 2000). Sögur hans segja því frekar frá kostum
hans en löstum eða veikleikum. Sé rýnt í þá sögu Guðmundar sem
er veraldlegust, Prestssöguna í Sturlungu, má þó sjá bregða fyrir
ungum, sjálfráðum, fljóthuga og ef til vill fullléttlyndum manni.16
Á aldursbilinu frá 19 til 25 ára lifði Guðmundur hins vegar eins
og fram er komið endurtekin áföll: Fyrst sinn eigin yfirvofandi
16 Eins og fram er komið var Guðmundur sagður mikill fyrir sér þegar í æsku.
Þegar Guðmundur var um tvítugt (1182) og nokkru eftir hrakninga hans á
Ströndum bar fundum hans og Þorláks biskups Þórhallssonar (1133-1193) saman
að Kálfanesi í Steingrímsfirði. Þótti Guðmundi þá „skemmtiligra at eiga tal við
klerka biskups en vera at tíðum eða kirkjuvígslu“. Skömmu síðar tók hann að sér
að sækja mál eftir víg Guðmundar Bjarnarsonar (d. 1182/3) að Kleifum í Gilsfirði
gegn Koll-Oddi (Toll-Oddur í Guðmundar sögu) nokkrum sem annars er
ókunnur. Sýnir það að hann hafði veraldlegan metnað (Sturlunga saga I 1946:
130, 131; Biskupa sögur I 1858: 426-428; sjá Benjamín Kristjánsson 1937: 351;
sjá einnig Magnús Jónsson 1941: 120).