Skírnir - 01.04.2012, Side 113
SKÍRNIR
ÁFALLATENGT ÁLAGSHEILKENNI ...
111
dauða, þjáningarfulla lækningu og tímabundinn aðskilnað frá Ingi-
mundi fóstra sínum; síðan varanlegri aðskilnað við þá Ingimund
og Þorgeir Brandsson og loks dauða hins síðarnefnda. Þetta hafði
djúptæk sálræn áhrif á hann ef það leiddi ekki beinlínis til per-
sónuleikabreytingar. I Prestssögunni er straumhvörfunum lýst svo
(1186);
Guðmundr prestr gerðist þá svá mikill trúmaðr í bænahaldi ok tíðagerð ok
örlæti ok harðlífi, at sumum mönnum þótti halda til vanstilli, ok ætluðu, at
hann myndi eigi bera mega allt saman, harðlífi sitt ok óyndi af andláti Þor-
geirs.
Hann tók heim til kennslu prestlinga, ok var þat athöfn hans hvers-
dagliga tíða í millum at kenna ok rita. Hann var ok at kirkju mikinn hluta
nátta, bæði öndverðar nætr ok ofanverðar, en gekk til skrifta jafnan, er hann
náði kennimönnum. Hann rannsakaði bækr mann ok hendi af hvers
bókum, þar er hann kemr, slíkt, er hann hafði eigi áðr.
Öllum mönnum þótti mikils vert um trú hans, ok þeim öllum mest, er
vitrastir váru. Marga hluti tók hann þá upp til trú sér, er engi maðr vissi
áðr, at neinn maðr hefði nennt áðr hér á landi. En í annat sinn þóttust menn
mestan mun á hafa fundit at skap hans hafi skipazt vetr þann, er hann lá
eftir skipbrotit á Ströndum, því at þá unði hann sér hvárki nótt né dag, þar
til er hann hitti fóstra sinn. Ok kom þaðan frá við nökkut á hverjum miss-
erum til siðbótar honum. Ok þar kom, at nær þótti hann orðinn allr ann-
arr maðr í atferð sinni en fyrst þótti til horfast, er hann var ungr. Þat fylgði
ok þessu, at mörg merki urðu at vatnsvígslum hans ok yfirsöngum, svá at
mönnum þótti þá þegar mikils um vert, ok þat mátti á finnast, at guði líkaði
atferð hans. En alþýðu manna sýndist það í því, hvers efni í þótti vera um
atferð hans, at honum var þat gefit kenningarnafn, at hann var kallaðr
Guðmundr inn góði. (Sturlunga saga 1 1946:134-135)
Á þessum tíma var Guðmundur kvalinn sálrænt séð, hjálparvana og
veikur af kvíða og svefnleysi. Þá lífshátta- og persónuleikabreyt-
ingu sem hér blasir við að hann gekk í gegnum má skýra með ýmsu
móti. Hér getur verið um trúarlegt afturhvarf eða sinnaskipti að
ræða. Lýsinguna má einnig skoða sem ritklif eða vísun í bók-
menntalega staðalmynd af helgum klerki. Hátterni Guðmundar er
sagt einkennast af guðrækni og iðni. Á sviði guðrækninnar ástund-
aði hann tíðagjörð nótt og dag svo helst minnir á frásögu Lúkas-
arguðspjalls af Onnu Fanúelsdóttur í musterinu í Jerúsalem (Lk 2.