Skírnir - 01.04.2012, Page 115
SKÍRNIR ÁFALLATENGT ÁLAGSHEILKENNI ... 113
Brandur Sæmundsson Hólabiskup (frá 1162) dó síðsumars 1201.
Guðmundur var þá að heimboði hjá Sigurði Ormssyni (d. 1235) á
Svínafelli og frétti hann látið er hann kom austur að Stafafelli (Sturl-
unga saga I 1946: 147, 149). Skömmu síðar hafði Kolbeinn Tuma-
son forgöngu um að fjölmennur fundur að Völlum í Svarfaðardal
kaus Guðmund biskup (Sturlunga saga 1 1946:152). Hér verður tiT
drögum kosningarinnar ekki lýst, samkeppni norðlenskra og sunn-
lenskra höfðingjaætta um Hólastól né draumum og stórmerkjum
sem fylgdu kjörinu (Sturlunga saga I 1946: 147, 149-150, 152;
Gunnar F. Guðmundsson 2000: 48; Hjalti Hugason 2009:130-131).
Athygli verður hins vegar beint að viðbrögðum Guðmundar sjálfs.
Guðmundur var staddur í Krossavík í Vopnafirði þegar sendi-
menn Kolbeins koma á fund hans:
Hann spurði tíðinda.
Einarr segir: „Góð eru tíðindi. Þú er kosinn til biskups af Kolbeini ok
öllum heraðsmönnum. Nú fer ek með bréfum ok þeiri orðsending, at þú
skyldir sem skjótast heim koma.“
En við þessi tíðindi varð honum svá ósvipt, at hann mátti langa stund
ekki mæla. Þá bað hann guð láta þat upp koma, er öllum gegndi bezt. (Sturl-
unga saga I 1946: 150)
Á leið heim í Skagafjörð leitaði Guðmundur eftir því við prestana
Halldór Hallvarðsson sem var vistum að Hofi í Vopnafirði (að öðru
leyti óþekktur) og Eyjólf Hallsson (d. 1212) á Grenjaðarstað og síðar
ábóta að Saurbæ í Eyjafirði (frá 1206), að þeir tækju við biskupsdómi
í hans stað. Bar Halldór við aldri en Eyjólfur því að Skagfirðingar
vildu aðeins Guðmund (Sturlunga saga 1 1946:150). Er torvelt að sjá
að Guðmundi hefði dugað að senda þannig annan í sinn stað.
Að Hálsi í Fnjóskadal bar fundum þeirra frænda, Guðmundar og
Ogmundar sneis, saman. Bárust undanbrögð Guðmundar í tal og
kvað Ögmundur honum ekki tjá að færast undan: „Ok mun þér
ekki stoða undan at mælast, því at þér mun fara sem Ambrosio bisk-
upi, því at þér spáðu barnaleikar fyrir sem honum, at þú myndir
biskup verða" (Sturlunga saga 1 1946:151; sjá einnig 123).
Hámarki náðu undanbrögðin þó í átökum Guðmundar og Þor-
varðar föðurbróður hans sem krafðist þess að Guðmundur virti