Skírnir - 01.04.2012, Page 124
122
HJALTI HUGASON
SKÍRNIR
virðist mega lesa út úr stöðugri árvekni hans við bæn og aðra trú-
ariðkun, sífelldri sjálfsskoðun í skriftum, yfirdrifnum og mótsagn-
arkenndum viðbrögðum hans í samskiptum við fátæka og ver-
aldlega höfðingja og viljaleysi til að ganga inn í þann kirkjulega
frama sem honum stóð opinn vegna ættartengsla og mægða við
norðlensku höfðingjastéttina sem ráðið gat biskupskjöri. Sjálfsmat
hans virðist því hafa verið lágt. Sjálfsásökun virðist hafa verið í fyrir-
rúmi í tilfinningalífi hans. Viðbrögð hans við umhverfinu voru
snörp og samskipti hans við þá er næstir honum stóðu spennt og
olli það uppnámi í félagslegum tengslum. Allt eru þetta þekkt og al-
geng viðbrögð einstaklinga er hlotið hafa greiningu af því tagi sem
að ofan getur. Guðmundur Arason virðist gott dæmi um það hvað
gerist þegar einstaklingur mætir yfirþyrmandi lífsreynslu, ekki síst
á viðkvæmu æviskeiði, og nær ekki að öðlast frið og sátt heldur
glímir við afleiðingar áfalls síns eða áfalla án þeirra sértæku úrræða
sem meðferðarfræði nútímans hafa upp á að bjóða. Trú hans og trú
samferðafólks hans veitti honum þó annars konar úrlausn er hún
gerði úr honum helgan mann og eina eftirminnilegustu persónu
trúarsögu okkar á miðöldum.
Heimildir
Ariés, Philippe. 1982. Barndomens historia. Hedemora: Gidlunds.
Auður Magnúsdóttir. 2011. „Islánningarna och arvsrátten 1264-1281.“ Arverettens
handlingsrom: Strategier, Relasjoner og historisk utvikling, 1100-2000. Rap-
porter til det 27. nordiske historikermate Tromso, 11.-14. august 2011. Spe-
culum Boreale 15. Ritstj. Einar Niemi, 27-38. Tromso: Orkana Akademisk,
Universitetet i Tromso.
Ásdís Egilsdóttir. 1994. „Um biskupasögur." Ritröð Guðfræðistofnunar / Studia
theologica islandica 9: 39-54.
Beck-Friis, Johan. 2009. Den nakna skammen — grund för depression eller vag till
ömsesidighet. Stockholm: Natur och kultur.
Benjamín Kristjánsson. 1937. „Guðmundur biskup góði Arason: Sjö alda minning
flutt á Hólum 29. ág. 1937.“ Kirkjuritið 3 (9): 346-371.
Bihlían, Heilög ritning. 2007. Reykjavík: Hið íslenska biblíufélag, JPV útgáfa.
Biskupa sögur I. 1858. Kaupmannahöfn: Hið íslenska bókmenntafélag.
Biskupa sögur II. 1878. Kaupmannahöfn: Hið íslenska bókmenntafélag.