Skírnir - 01.04.2012, Side 133
SKÍRNIR
AÐ SKILJA HEIMINN OG ...
131
myndaþráðinn í verkum Durkheim, hvernig samfélaginu væri til
dæmis skipt hugmyndalega í hið veraldlega og hið heilaga. Báðir
áttu það sameiginlegt, sem komið var frá Durkheim, að skáka ein-
staklingnum út á jaðarinn sem rannsóknarefni, mannfræðin rann-
sakaði ekki hið einstaklingsbundna heldur hið félagslega eða
hugmyndalega, heildina sem einstaklingarnir bjuggu innan, ekki þá
sjálfa.
Meðal þeirra fræðimanna Année-skólans sem höfðu áhrif á
kenningasköpun Lévi-Strauss voru þeir Robert Hertz og Marcel
Mauss. Eftir Hertz liggja ekki nema tvær vænar ritgerðir, en hann
dó ungur í skotgröfum heimsstyrjaldarinnar fyrri eins og reyndar
heil kynslóð upprennandi franskra félagsvísindamanna. I ritgerð
sinni um hægri höndina heldur Hertz því fram að hendur manns-
ins, hægri og vinstri, séu notaðar sem tákn fyrir andstæðar hug-
myndir eins og rétt og rangt, samanber að hægri er á frönsku
„droit“, á ensku „right“ og þýsku „rechts“, en öll þýða þessi orð
„réttur". Á íslensku notum við orðið rétthentur yfir þá sem nota
hægri höndina. Vinstri höndin hefur ýmis nöfn í evrópskum tungu-
málum og telur Hertz að hún sé fyrst og fremst skilgreind sem
andstæðan við rétt eða að vera rétthentur. Þetta hugmyndakerfi
telur Hertz sótt til tvíhliðunar mannslíkamans, tvær hendur, tveir
fætur, tvö augu og þar fram eftir götunum og líkaminn þannig
notaður sem tilvísun til að tjá tvíhliða hugmyndakerfi mannsins
(Hertz [1907] 1960). Hér finnum við aðdraganda þeirrar grunn-
kenningar Lévi-Strauss að maðurinn vinni úr skynjunum sínum
með því að raða þeim upp í tvístæðar andstæður og miðli síðan á
milli þeirra með jafngildum andstæðum.
Víst er að hin áhrifamikla ritgerð Marcel Mauss frá 1925 um
gjöfina, Essai sur le don, hafði einnig áhrif á kenningasköpun Lévi-
Strauss, ekki síst á sviði sifja. I ritgerð sinni heldur Mauss því fram
að gjafir séu í öllum samfélögum notaðar til að koma á og viðhalda
félagslegum tengslum milli einstaklinga og hópa. Miklu skipti hver
gefur hverjum hvað, hversu mikið og hvenær og hvað gjöfin táknar
hverju sinni. Hvert samfélag hefur mörg og mismunandi flókin
gjafaskiptakerfi og með því að lesa í þau má gera sér grein fyrir
veigamiklum þáttum samfélagsins (Mauss [1925] 1990).