Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 136
134
SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR
SKÍRNIR
Grunnkenning Lévi-Strauss
Grunnkenning Claude Lévi-Strauss er að hugsun okkar byggist á
tvístæðum eða andstæðum sem miðlað er með jafngildum andstæð-
um eða sameinandi stæðu, þ.e. einingu eða tákni sem vísar til eða
sameinar andstæðurnar með einhverjum hætti. Þetta einfalda lögmál
megi lesa úr öllu sköpunarverki mannsins frá upphafi vega. Hann
kemst að þessari niðurstöðu með eftirfarandi hætti:
Allt sem við vitum um umhverfi okkar, bæði félagslegt og nátt-
úrulegt, byggist á skynjun okkar. Skynfærin og heilinn móta það
sem við skynjum, sjáum og vitum og öll höfum við sams konar heila
og skynfæri. Til að vinna úr og koma skipulagi á hið mikla og
óreiðukennda magn upplýsinga sem við meðtökum, bútum við
niður í einingar það sem við skynjum sem samfellu, eins og til dæmis
hinn náttúrulega litaskala. Þannig verða litirnir til, aðgreindir hver frá
öðrum, og þá notum við síðan til að tákngera allt mögulegt. Taka
má dæmi úr umferðarmenningunni; rauður litur umferðarljósanna
táknar stopp/hætta og grænt að halda áfram/gróanda. Rautt og
grænt eru þarna tvístæðar andstæður sem síðan er miðlað með öðru
tákni úr litaskalanum, gulu, sem þýðir að vera viðbúinn því að halda
áfram og að vera viðbúinn því að stoppa. Þannig tekst að brúa and-
stæðurnar rautt og grænt en ekki afmá þær því að þær eru enn í fullu
gildi. Utkoman er kimi í menningu okkar, umferðarmenningunni, og
byggist á sameiginlegum skilningi á því hvað þessir litir þýða á götu-
vitunum. Þetta er eitt það fyrsta sem ungum börnum er kennt í um-
ferðarfræðslu.10
Hér þarf að huga að tvennu. Annars vegar að litirnir eru tákn,
tákn fyrir að stoppa eða halda áfram. En af hverju tákn, hvers vegna
þurfum við tákn? Það er vegna þess, segir Lévi-Strauss, að tákn eru
góð til að hugsa með.* 11 Þau eru eins konar hraðritunaraðferð til að
10 Dæmið um umferðarljósin er fengið frá Leach (1974). Lévi-Strauss var lítið fyrir
að einfalda kenningar sínar á þennan hátt.
11 Framan af töldu mannfræðingar gjarnan að þjóðflokkar eða ættbálkar kenndu sig
við ákveðin dýr, tótem, vegna þess að þau væru mikilvæg fyrir afkomu þeirra
eða góð til átu. Lévi-Strauss sneri þessu við með kenningu sinni um að tótem
væru góð til að hugsa með og hefðu ekkert með matarþörf manna að gera.