Skírnir - 01.04.2012, Page 138
136 SIGRÍÐUR DtJNA KRISTMUNDSDÓTTIR SKÍRNIR
kviknaði og hvað það er eða hvað dauðinn sem slekkur lífið er. Því
finnum við jafnstæðar andstæður til að tala um þessar grunn-
andstæður og miðlum þannig á milli þeirra. Það gerir okkur bæri-
legra að lifa með þessum óleysanlegu tilvistarspurningum. Við
getum talað um þær með táknum sem við röðum upp í andstæður
og hægt er að miðla með öðrum táknum þannig að andstæðurnar
færist nær hvor annarri. Bilið á milli þeirra verður þá ekki eins óbrú-
anlegt og áður. Það auðveldar okkur tilvistina.
Formgerðargreining d fjórum sögum úr Gylfaginningu
Nóg eigum við Islendingar af goðsögum, reyndar hreinustu gull-
námu. Eg kynntist verkum Lévi-Strauss í grunnnámi mínu í mann-
fræði við The London School of Economics and Political Science á
árunum upp úr 1970 og heillaðist af þeim eins og margir aðrir. Mér
fannst því tilvalið að beita greiningaraðferð hans á nokkrar goð-
sögur Gylfaginningar Snorra-Eddu svo úr yrði lokaritgerð í því
námi og nýta nýfengna þekkingu til að finna nýja merkingu í litlu
broti af fornum menningararfi Islendinga.
Ég valdi fjórar sögur úr byrjun Gylfaginningar (4.-7. kafli) sem
segja frá því þegar Gangleri kemur á fund Hás og spyr hann um
upphaf heimsins, hvað hafi verið áður en heimurinn varð til, hverjir
bjuggu þar áður en mannfólkið kom til sögunnar, hvernig það varð
til og um atburðarásina í þessari miklu sögu. Hér er á ferðinni sígilt
goðsagnaefni um upphaf alls og tilurð manna. Hárr svarar Ganglera
og segir honum í aðalatriðum að í upphafi hafi verið tveir heimar,
Múspell í suðri þar sem var heitt og bjart og Niflheimur í norðri
þar sem var kalt og dimmt. Ur Niflheimi rann hin frosna á Elivogar
og þegar hún mætti hitanum úr Múspelli bráðnaði hún og af drop-
unum kviknaði fyrsta lífveran, jötuninn Ymir og síðar kýrin Auð-
humla. I tímans rás verða síðan afkomendur þeirra lífvera, sem áttu
upphaf sitt í þessum samruna tveggja heima, hita og kulda, ábyrgar
fyrir Ragnarökum, endalokum heimsins og þar með dauðanum eins
og Gylfaginning greinir frá (Finnur Jónsson 1907: 15-20).
Hvað er hér á ferð frá sjónarhorni formgerðargreiningar? Tví-
stæðar andstæður eru greinilegar; Múspell, suður, hiti, birta og Nifl-