Skírnir - 01.04.2012, Side 143
SKÍRNIR
AÐ SKILJA HEIMINN OG ...
141
frétt að Lévi-Strauss gagnrýndi hana fyrir ónákvæmni í umfjöllun
um „frumstæð" samfélög. Hann var þá að ljúka við verk sitt, Les
Structures élementaires de laparenté, og fékk de Beauvoir að lesa það
í handriti. Henni segist svo frá að þetta verk Lévi-Strauss hafi ekki
gert annað en að sannfæra hana um það að grunnhugmynd hennar
um konur sem hitt kynið væri rétt; samkvæmt umfjöllun Lévi-
Strauss væru karlar alls staðar aðalkynið, viðmiðið (de Beauvoir
[1963] 1968: 177). Hún spyr hins vegar ekki hvort umfjöllun Lévi-
Strauss um „frumstæð“ samfélög mótist af þeim sömu karllægu
sjónarmiðum á kynin og Hitt kynið fjallar um. Kyn er ekki grein-
ingarbreyta í verkum Lévi-Strauss á þann veg sem síðar varð í
mannfræði og ekki verður séð af verkum hans að hann hafi nokk-
urn tíma efast um þá merkingu sem de Beauvoir lagði í hið mikla
sifjaverk hans, að karlar væru aðalkynið.
Kenningasköpun í mannfræði, sem öðrum greinum, hefur ævin-
lega haldist í hendur við hræringar og orðræðu í samfélagi fræði-
mannanna sjálfra. I því efni er um gagnvirk tengsl fræða og samfélags
að ræða, enda eru fræðimenn félags- og menningarverur eins og aðrir,
og fræði þeirra hafa áhrif á samfélagsumræðuna. A sjöunda áratug 20.
aldar, því hræringatímabili sem kennt er við ártalið 1968, fór að gæta
óþols meðal mannfræðinga gagnvart stóru kennistefnunum eins og
formgerðarhyggju og félagsgerðarhyggju, sem áttu að geta rúmað öll
viðfangsefni og greiningar á þeim innan sinna vébanda.14 Ný sjón-
armið ruddu sér til rúms; feminismi, marxismi, hugmyndir um
nauðsyn afbyggingar, félagslegan auð, vald orðræðunnar og svo fram-
vegis. I kjölfarið kom það tímabil í mannfræði sem kennt er við póst-
módernisma þar sem menn höfnuðu hvers kyns stórasannleika,
leituðust við að nálgast viðfangsefnin á nýjum forsendum og tóku
mið af áhrifum fræðimannsins sjálfs, reynslu hans og viðmiðum, á
greiningu viðfangsefna. Samnýting kenninga eða kenningalegt fjöl-
lyndi tók við af þegnskap við ákveðna kennistefnu.15
Formgerðarhyggju Lévi-Strauss farnaðist eðlilega misjafnlega við
þessar aðstæður. Hún var gagnrýnd fyrir að útiloka önnur sjónar-
14 Gott yfirlit yfir þetta tímabil er að finna í Kuper 1983: 176-193.
15 Sjá t.d. Barnard 2000.