Skírnir - 01.04.2012, Side 144
142 SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR SKÍRNIR
mið, fyrir að smætta stórkostlegan fjölbreytileika mannlegrar menn-
ingar í einföld hugsunarlögmál og sumir gengu svo langt að telja
hana svo úrelta að hún væri sem hvert annað furðuverk liðins tíma
(Deliége [2001] 2004). Það er engan veginn svo. Formgerðar-
hyggjan hafði svo mikil áhrif á sínum tíma að sjónarhorn hennar er
fyrir löngu samofið mannfræðilegri hugsun, hvort sem menn gera
sér grein fyrir því eða ekki. Hana er ekki hægt að hrista af sér eins
og gamlan bakpoka, hún er sprelllifandi í ýmsum myndum í
verkum mannfræðinga, endursköpuð, sameinuð öðrum sjónar-
hornum og stundum ekki auðþekkjanleg, en er þar engu að síður.
Hún er fortíðin í nútíðinni svo gripið sé til jarðfræðisamlíkingar
Lévi-Strauss. Þar fyrir utan eru sjónarhorn og aðferð Lévi-Strauss
enn notuð með beinum hætti eins og til dæmis í grein í desember-
hefti Anthropology Today, tímariti breska mannfræðifélagsins, þar
sem fjallað er um táknrænt hlutverk jólasveina, meðal annars út frá
táknhugsun og aðferðum Lévi-Strauss (Stronach og Hodkinson
2011). Það fennir seint í sporin þegar um jafn áhrifamikla og skap-
andi kenningahugsun er að ræða og birtist í verkum Claude Lévi-
Strauss.
Þú dýra list
Claude Lévi-Strauss ólst upp í fjölskyldu listamanna og líkur hafa
verið að því leiddar hvernig það mótaði hugsun hans. Listir voru
honum ótvíræður innblástur og bent hefur verið á að hann hafi haft
meiri áhuga á því sem mannshugurinn skapaði en daglegu amstri
manna. Hann var mikill aðdáandi Richards Wagner, en óperur hans
sameina tónlist, skáldskap, ekki síst goðsögur, og leikræna sviðsetn-
ingu. Heill heimur á sviðinu og algjör dýrð fyrir mannfræðing eins
og Lévi-Strauss. Enda grípur hann til þess í Mythologiques að nota
form tónsmíða sem greiningarform goðsagna. Fyrsta bindið, Le cru
et le cuit (Hið hráa og hið tilreidda), er til dæmis tileinkað tónlist-
inni, „móður minninganna og næringu draumanna" eins og hann
segir í tileinkuninni og vitnar þar til franska ljóð- og leikskáldsins
Edmonds Rostand (Lévi-Strauss [1964] 1970: ótölusett forsíða).
Ritið hefst á forleik, ouverture, þar sem Lévi-Strauss gerir grein