Skírnir - 01.04.2012, Page 154
152
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
þær Heike, Meike og Herbjörg eftir fjörunni „í leit að æti“. Þær
hirða kríuegg, borða „söl og sólþurrkaðan þara, steiktum jafnvel ál
á teini". Einnig tína þær „viðarbúta á hvítum sandfjörunum“ (191)
og á meðan þær saga hann niður í skífur kyrja þær „blóðþyrsta nas-
istasöngva“ og fá „ofnbrauð" fyrir viðinn (192). Margt annað leyn-
ist á ströndinni, þær finna „tunnu fulla af síld“, „fimmtán hundruð
ljósaperur" og tvo trékassa fulla „af skóáburði“ (194). Eitt sinn finna
þær þúsund stauta „af stríðsrauðum varalit" í tveimur silfurlitum
málmhylkjum (196-197).
I ævisögu Brynhildar er einnig sagt frá því að loftbardagar voru
háðir yfir eyjunni þegar sprengjuflugvélar sneru aftur eftir árás á
meginlandið. Einu sinni sáu hún og Margrét eina vélina skotna
niður. Þær stöllur æða út í sjóinn þar sem þær „finna ferkantaðar
öskjur með súkkulaði". Brynhildur kemur við „lík af manni með
sundurskotið höfuð“ og þær ösla í land, kúgast og æla. Súkkulaðið
borða þær „af græðgi" en komast síðar að því að í því hafi verið
amfetamín því þeim kemur ekki „dúr á auga“ tvær nætur í röð
(Steingrímur St. Th. Sigurðsson 1983: 24). I sögu Hallgríms verður
lýsingin á flugslysinu að heilmikilli frásögn. Flugmaðurinn, sem er
myndarlegur Englendingur, lifir brotlendinguna af og verður gestur
á eynni í nokkurn tíma áður en hann er skotinn af þýskum her-
mönnum. Herbjörg finnur í hliðarvasa á leðurjakka hermannsins
„súkkulaðiplötu í röku bréfi“ (207). Hún borðar súkkulaðið og
gefur tvíburasystrum sem búa á eyjunni með sér. Þær stöllur vaka
heila nótt og ber lýsingin á næturferðalaginu það með sér að þær
séu undir áhrifum vímuefna, enda er öflugur skammtur af amfe-
tamíni í súkkulaðinu (214).
I sögu Hallgríms má finna margvísleg önnur textatengsl við ævi-
sögu Brynhildar. Brynhildur Georgía giftist tveimur Jónum, Jóni
Alexanderssyni og Jóni Magnússyni, en þeir ganga undir nafninu
„Jón fyrsti“ og „Jón annar“ (Steingrímur St. Th. Sigurðsson 1983:
88, 89). Þriðja eiginmann sinn kallar hún „Der dritte: Hann Eyþór“.
Þau skilja „eftir sautján ára áveðrasamt hjónaband“ (Steingrímur St.
Th. Sigurðsson 1983: 96). Segir hún frá því að Eyþór hafi alvarlega
hugsað um „að láta skíra sig upp á ný. Kæmi ekki nema eitt hógvært
íslenskt mannsnafn til greina — nefnilega Jón. Þá gæti hver og einn