Skírnir - 01.04.2012, Page 157
SKÍRNIR
HANN LAGÐI OKKUR í RÆSIÐ ...
155
Eftir stríðið búa Herbjörg María og Brynhildur Georgía hjá afa
sínum og ömmu á Bessastöðum. Þaðan liggur leiðin til Argentínu.
Flökkulíf Herbjargar er þó ekki jafn mikið og Brynhildar. Sem full-
orðin kona býr Herbjörg í Hamborg, Frakklandi, Bolungarvík og
í blokkaríbúð á Kaplaskjólsvegi. Þegar sagan hefst árið 2009 hefur
hún búið í bílskúr í „ein átta ár“ (8). Saga Hallgríms segir fyrst og
fremst frá æskuárum Herbjargar og sérstaklega atburðum úr
stríðinu, en ævisaga Brynhildar lýsir friðlausri konu sem giftist
fimm sinnum, eignast fimm börn og missir tvö. Hún segir það jafn-
framt táknrænt að fyrsta minning hennar sé af ferðalagi til ömmu og
afa á Skagen:
Ég man sem sagt fyrst eftir mér á hreyfingu, og síðan þetta gerðist eða þá
er ég sá fyrst ljós þessa heims og fór að skynja veröldina í kringum mig, má
segja, að líf mitt hafi endalaust verið á örri hreyfingu og leiðir legið á alla
vegu. Og alltaf síðan ég var þarna í lestinni með henni móður minni á leið
til afa og ömmu hafa örlög hagað því þannig til, að ég hef eins og orðið að
horfa inn í fleira en einn heim á þessu endalausa „ferðalagi" mínu. (Stein-
grímur St. Th. Sigurðsson 1983: 12)
Hugsanlega má hér leita skýringa á titlinum Ellefu líf. Brynhildur
hefur lifað svo viðburðaríka ævi að eitt líf nægir ekki til að gera
henni skil. Ellefu líf hennar eru mörkuð dramatískum atburðum og
svo djúpstæðum harmi að hann klýfur tilveruna aftur og aftur, í lífið
fyrir og svo það sem á eftir honum kemur.
I Argentínu missti Brynhildur frumburðinn Björn sem hún átti
með Jóni Alexanderssyni, en drengurinn drukknaði í sundlaug. Um
dauða Björns segir hún: „Ég gat aldrei komist yfir þessa sorg mína
fyllilega og hef ekki enn getað sætt mig við það áfall. Það skildi eftir
djúpt tilfinningaör, sem hefur ýfst upp hvað eftir annað í lífi mínu
og er e.t.v. skýring á ýmsu í lífshlaupi mínu síðar á ævi“ (Stein-
grímur St. Th. Sigurðsson 1983: 87). Skömmu síðar missir Bryn-
hildur dóttur sína Elísabetu sem verður fyrir bíl. Hugsanlega ýta
þessir atburðir frekar undir eirðarleysið sem þegar býr innra með
henni, koma í veg fyrir að hún láti nokkru sinni staðar numið.
Eftir lífið í Argentínu sest Brynhildur að í Reykjavík og fer að
vinna á Hótel Borg. Hún giftist Jóni Magnússyni og eignast með