Skírnir - 01.04.2012, Side 161
SKÍRNIR
HANN LAGÐI OKKUR í RÆSIÐ ...
159
Og ég fann að hinn kvenlegi keimur kallaði mig til sín. [...] Kondu með
þín barnslegu sköp og spékoppabros og leyfðu mér að fylla þau vantrú og
vandamálum. Líka þú skalt þurfa að burðast með brjóst í gegnum lífið, bera
á þig krem og ilm og liti, berjast við fitu, fást við blæðingar, erfiðar
fæðingar, og falla svo í verði eins og dilkur, inn í hrukkunnar land og vera
þar hent á lífsins hauga. Kona! Kona! Prísundarsæla bíður þín á bakvið
klæðin rauð. (145)
I skartgripaskríninu er ekki aðeins að finna ógnir á borð við þær
sem Pandóra leysti úr læðingi í grísku goðsögunni. Það dregur
einnig fram kvenlegan þokka eins og sést þegar Herbjörg kemur eitt
sinn að Frú Baum með perlufesti úr kassanum og eldrauðan varalit
á vörum: „Ég hafði ekki fyrr séð þessa trjástífu konu í svo þokka-
legu ljósi" (210). „Þetta er helber galdrakassi," segir Herbjörg við frú
Baum sem svarar engu.
Herbjörg verður fyrir miklu ofbeldi á stríðsárunum. Henni er
ítrekað nauðgað auk þess sem hún verður vitni að morðum. Hugs-
anlegar skýringar á lauslæti hennar, hörku og skorti á djúpum til-
finningasamböndum má rekja til þessa ofbeldis: „Þetta er allt saman
Hitler að kenna“ (440) segir hún ítrekað upp úr þurru við son sinn
þegar hann kemur að heimsækja hana í bílskúrinn. Atburður við
stríðslok, þegar Herbjörg er fangi nokkurra Þjóðverja í húsi í Berlín,
markar hana fyrir lífstíð og útskýrir hugsanlega tilfinningalegt kald-
lyndi hennar: „Á einu augnabliki raðaðist líf mitt upp í kafla, óhagg-
anlega, steinsteypta kafla, öll mín framtíð; líkt og herbergi í stiga-
húsi. Það eina sem beið mín var að arka þær tröppur alla leið hingað
í bílskúr. [...] Stríðinu var lokið og lífi mínu þar með“ (463). Her-
björg þarf að lifa með því að pabbi hennar nauðgar henni í myrkri í
þessu húsi áður en þau bera kennsl á hvort annað: „Það var ekki rétt
andlit, alls ekki rétt andlit. Hann rankaði við sér, við horfðumst í
augu og urðum eins lík á svipinn og faðir og dóttir hafa nokkru sinni
orðið frá því að heimur byggðist" (463). Áður en sagt er frá þessu at-
viki er ýjað að blóðskömm í sögunni, m.a. þegar mamma hennar
kemur á Bessastaði til að hitta dóttur sína eftir stríð: „Mamma
þagnaði og starði á bandalag okkar brostnum augum. Ur þeim sást
að við pabbi áttum saman eitthvað sem ekki fannst í orðabókum en
var hægt að kalla ólíflegt, á sama hátt og sumt er sagt ólöglegt“ (392).