Skírnir - 01.04.2012, Page 162
160 ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR SKÍRNIR
Handsprengjan sem pabbi hennar gefur henni á brautarpalli í
Hamborg til að vernda hana gegnir margs konar táknlegu hlutverki
í sögunni. Hún verður ægilegt fjöregg hennar sem hún finnur sig
knúna til að varðveita alla sína ævi, því sjálft lífið virðist liggja við.
Hún vísar í hana sem „keisarans egg“ (10), „Hitlerseggið“ (354) og
„ilmvatnið" (363). Þegar hún reynir án árangurs að tæla drenginn
Marek sem hún býr með í pólskum skógi árið 1944 rífur hann af
henni sængina og bregður „við þá sjón sem blasti við: Fáklædd
fimmtán ára stúlka með hjarta föður síns í annarri hendi en meydóm
í hinni“ (302). Handsprengjan stendur fyrir kvenlegt vald valkyrj-
unnar Herbjargar sem vinnur sigur á stríðinu en þarf um leið að
beygja sig undir það. Iðulega er talað um sprengjuna sem „hjarta
föður míns“ (t.d. 477) og hún stendur sem tákn fyrir ægilegt og um
leið náið samband föður og dóttur. I lokakafla bókarinnar liggur
hún með ,,„Hitlersegg“ í spenntum greipum" og bíður andlátsins,
eða eins og hún segir sjálf: „Urgömul kona finnst látin í bílskúr með
greipar spenntar um þýska handsprengju úr seinna stríði og haka-
krossör á upphandlegg" (476).
Sárið sem Heike risti á hana á Amrum og þýska sprengjan hafa
trúarlegar skírskotanir rétt eins og titillinn, Konan við 1000°. Öll
varpa þau ljósi á það að Herbjörg sleppur ekki undan nasísku tákn-
kerfi þúsund ára ríkisins, en Hitler var í huga margra hinn nýi
Messías. Talan 1000 sækir í þessa endalokahugsun, en konan við
1000° bíður dauðans líkt og setningar á borð við „nú má ég til með
að fara að deyja“ (430) og „nú fer að styttast í mér“ (440) bera vitni
um. Þá liggur hún í „hvítri sæng ... eins og þarfalaust lík“ (7). I kafla
sem ber heitið „Hreinsunareldur" pantar Herbjörg sér tíma í lík-
brennslu en hún hefur komist að því að „hitinn í ofninum fer upp í
þúsund gráður“ (50). Talan vísar því einnig í hitastigið sem þarf til
að brenna lík, en það vekur upp hugrenningatengsl við þá lík-
brennsluofna sem notaðir voru í þýskum útrýmingarbúðum,5 ekki
síður en skírskotanir í kaþólska trú. Þetta táknkerfi er enn frekar
áréttað í kafla sem heitir „Þúsund faðmar". Þar dregur Herbjörg
5 Titillinn á skáldsögu Hallgríras vísar einnig hugsanlega í nafnið á ólandssögu Rays
Bradbury, 451 Farenheit (1953), en 451 gráður eru hitinn sem pappír brennur við.