Skírnir - 01.04.2012, Page 163
SKÍRNIR
HANN LAGÐI OKKUR I RÆSIÐ ...
161
upp draumkennda mynd af sjálfri sér þar sem hún fellur ofan í log-
andi borg og styðst þar við endalokamyndmál sem vísar til kvik-
myndar Stanleys Kubrick, Dr. Strangelove or: How I Learned to
Stop Worrying and Love the Bomb (1964). I lokasenum þeirrar
myndar situr T. J. „King“ Kong (Slim Pickens) klofvega á atóm-
sprengju sem fellur til jarðar í Sovétríkjunum en árásin leiðir til þess
að jörðinni er tortímt í kjarnorkustríði. Herbjörg segir: „Og eftir
sekk ég ein. Niður í þá þúsund faðma er mannsævin telur. Og sé nú
undir mér borg í miðri styrjöld, svarta og hvíta í litunum, en
glóðrauða í logunum. Eg tek mér far með sprengju, með fallandi
sprengju. Ég er norn á eldvörpu, galdranorn á kústskafti sem galdr-
ast nú í regn ... já, það leysir mig upp, í þúsundir dropa, ég fell, ég
fell“ (24).
Endalokamyndmálið er dregið saman í lokakafla og lokaorðum
verksins, „Spenntum greipum“. Þegar Herbjörg finnst eftir dauðann
hefur hún læst fingrum sínum svo fast um þýsku handsprengjuna að
sjúkraliðarnir fá ekki losað hana. Áður en hægt er að færa hana í
líkbrennsluofninn er sent eftir „neyðarteymi frá Landspítaia“,
manni og konu „með sög“, sem saga af henni hendurnar við úln-
liðina og eru spenntar sprengjugreiparnar „afhentar Sprengjudeild
Landhelgisgæslunnar“: „Nokkrum dögum síðar, í hríðarmuggu rétt
fyrir jól, var hjarta föður míns sprengt í loft upp með dýnamíti í
sandgryfju ... og hvarf þar með tíu fingrum upp til Guðs“ (477).
„Hvað er mannslíf þegar litteratúr er annars vegar?“
I viðtali við D V segir Hallgrímur að honum hafi sjálfum fundist að
„hann [væri] að fara á grátt svæði“ með sögunni og hann veigraði sér
við að hafa samband við ættingja Brynhildar: „... ég var einfaldlega
hræddur við fjölskyldu hennar og þorði ekki að hafa samband. Ég
var að nota alvöru fólk og alvöru atburði í skáldsögu. Mér fannst það
svolítið bíræfið og var með samviskubit“ (Kristjana Guðbrands-
dóttir 2011). Það endar með því að ættingi Brynhildar hefur sam-
band við Hallgrím, fær að lesa handritið og biður hann um að
breyta bókinni. Hallgrímur segir „nei eftir nokkra umhugsun. Ég
bara gat það ekki. Þetta er náttúrulega skáldsaga og ég geng nærri