Skírnir - 01.04.2012, Page 166
164
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
eins og kvenhetjan orðar það sjálf: það hefur alltaf verið svo
með mig að persónan ég, Herbjörg María Björnsson, hefur aldrei
haft fulla stjórn á rödd sinni og gerðum, heldur er þar við stjórnvöl
sterkara afl er ég kýs að kalla Lífið hennar Herru sem innra geisar
og öllu ræður, grípur í taum og kastar sprengjum, svo blossarnir
rísa allt í kring“ (236).
Stýrir myrkt afl höfundarins frásögninni af fullkomnu mis-
kunnarleysi um leið og hann er sjálfur á valdi hennar? Imynd þver-
sagnarinnar um persónur ofurseldar æðra afli sem taka að lifa sínu
eigin sjálfstæða lífi er fönguð fullkomlega í nauðgunarsenum þeim
sem finna má í skáldskap Hallgríms; í skáldsögunni sem hér er til
greiningar, í Höfundi Islands og Herra alheimi. Einar J. Grímsson
fylgist með grimmilegri nauðgun Eivísar. Hann er höfundur sen-
unnar, en er einnig á valdi hennar, nánast aðgerðalaus áhorfandi sem
fylgist magnvana með öllu saman, falinn bak við hurð. Allt er þegar
búið og gert, senan hefur þegar verið skrifuð (Hallgrímur Helga-
son 2001: 222-224)7 Sagan hefur tekið völdin af höfundinum sem
hrekkur undan henni og fríar sig ábyrgð. Á þennan hátt verður
Konan við 1000° einnig að vitnisburði um grimmilegan hildarleik og
Hallgrímur lýsir sig nauðbeygðan til þess að fylgja ófrávíkjanlegu
lögmáli frásagnarinnar að röklegri niðurstöðu hennar. Atburður-
inn í húsinu í Berlín hefur þegar verið skrifaður og þótt manngæska
höfundarins liggi undir verður engu breytt.
I húsi skáldskaparins eru margar dyr og þótt söguhöfundur
Konunnar við 1000° gefi til kynna að tilviljun ein ráði því hverjar
þeirra séu opnaðar, lýtur hver hulin vistarvera sínum sérstöku lög-
málum: „Á öllum hæðum allra borga Evrópu ... stóðu luktar dyr og
á bakvið hverja þeirra biðu mikil örlög. Það mátti knýja hverra sem
var og dyrnar myndu opnast eins og þúsund síðna skáldsaga" (141).
Lesandi Konunnar við 1000° þarf ekki að taka undir það með Hall-
grími að ljótleiki sögu þeirrar sem hann setti á blað hafi verið
óumflýjanlegur. Hann getur jafnvel andmælt þeirri þörf Hallgríms
7 I Herra alheimi drottnar áhugalaus guð yfir frásögninni allri og fylgist skeyting-
arlaus með ítrekaðri nauðgun kólumbísku stúlkunnar Jitu, allt þar til í lokin að
hann brotnar niður og sleppir henni lausri frá kvölurum sínum; sjá Hallgrím
Helgason 2003: 64, 265 og 277.