Skírnir - 01.04.2012, Síða 170
168
RAGNAR JÓHANNSSON
SKÍRNIR
Víkjum nú að hinni örlagaríku ferð þeirra bræðra árið 1780 til
fjárkaupa og þeim staðreyndum sem þekktar eru um þá ferð. Hall-
dór Bjarnason var stóreignamaður2 og átti margar jarðir í Skagafirði
og þurftu ásetar, en svo kölluðust þeir bændur sem leigðu jarðirnar,
að greiða leigu á föstum gjalddögum. Jón Austmann Þorvaldsson,
sem stýrði hinni örlagaríku för suður til fjárkaupa, var ráðsmaður
Halldórs og hægri hönd hans. Hann sá um innheimtu leigutekna og
hótaði brottrekstri ef ekki var staðið í skilum á réttum tíma.3 Bjarni
var elsti sonur Halldórs, að því er virðist um tvítugt,4 og Einar
bróðir hans virðist hafa verið um það bil 11 ára.
2. Ferðin suður
Atburðarás þessarar sögu er eftirfarandi: Bjarni Halldórsson Vídal-
ín fór með Jóni Austmann5 sumarið 1780 suður Kjöl þeirra erinda
að kaupa fé af ósýktu svæði. Þeir héldu af stað á öndverðum slætti,
höfðu með sér nokkra klyfjahesta og báru með sér allmikið fé, bæði
silfurpeninga og smíðað silfur — aðallega kvensilfur sem gjarnan
2 Halldór Vídalín Bjarnason bóndi á Reynistað var stórbóndi af embættisætt. Emb-
ættismenn á 18. öld kunnu að nota embættiskerfið og stjórna landinu í nafni kon-
ungs, þeir réðu sem sagt mjög miklu í nafni konungs (Guðrún Guðlaugsdóttir 1998).
3 Einn ásetanna, Jón bóndi á Hryggjum, hafði átt nokkur skipti við Jón Austmann
vegna leigugjalda og bar þungan hug til hans. Eitt sinn eftir messu á Reynistað
eftir að Reynistaðarbræður höfðu týnst, spurði Ragnheiður húsfreyja á Reyni-
stað Jón á Hryggjum hvort hann hygði nokkuð um líðan sinna manna. „Eigi veit
ég það fyrir víst en hygg ég að Tón Austmann sé kominn til andskotans" (Tómas
Guðmundsson 1972: 38).
4 Áhöld hafa verið um aldur hans en samkvæmt því sem Benedikt Gíslason (1966:
40) frá Hofteigi nefnir þá mun Magnús Pétursson prestur á Höskuldsstöðum í
Húnaþingi hafa skrifað í annál sinn 1780 að Bjarni hafi verið um tvítugt. Enn-
fremur var Jósef Skaptason læknir á Hnausum fenginn til að skoða beinin og taldi
hann þau af manni um tvítugt og unglingi (Jón Eyþórsson 1937). Hannes Péturs-
son (1990) leiðir hinsvegar að því rök að hann hafi verið 14 ára að aldri.
5 Benedikt Gíslason frá Hofteigi leiðir að því líkur að Jón hafi í raun verið Þor-
varðsson en ekki Þorvaldsson og verið sonur Þorvarðar Árnasonar, bónda á Hrjóti
í Hjaltastaðarþinghá, Kolbeinssonar (Benedikt Gíslason 1966: 40). Sé það rétt er
hann fæddur um 1730, þó gæti hann hafa verið eitthvað yngri en kona hans, Ólöf
Ormsdóttir, var fædd 1745. Hann er því að nálgast fimmtugt. Samkvæmt Islend-
ingabók viðist Jón Austmann ættlaus maður og ótengdur öllum sem gefur til
kynna að um villu í færslum sé að ræða.