Skírnir - 01.04.2012, Page 179
SKÍRNIR HVER FJARLÆGÐI LÍK STAÐARBRÆÐRA? 177
á tjaldhraukinn sem var einungis um 100-150 metra austan við megin-
leiðina yfir hraunið.
Þeir gæta að tjaldinu en mikil nálykt liggur yfir öllu og gýs upp
þegar þeir lyfta tjalddúknum til að huga að hverja þar sé að finna.
Þeir sjá allir þrjú lík sem liggja þétt saman og Tómas ber að hann hafi
séð litla hönd koma upp við hlið Bjarna og að hann hafi þreifað á
þeirri hönd.
Um leið og þeir fundu líkin sneru þeir til baka til að láta vita af
fundinum. Ríður Tómas á undan og segir tíðindin á Reynistað.
Smíðaðar eru fjórar kistur sem farið er með suður Kjöl viku síðar.
Með í þeirri för voru þeir Tómas, Þórður og Runólfur ásamt presti
en Dagur Grímsson virðist ekki hafa verið með í förinni.
Nú bregður svo kynlega við að ekki eru nema tvö lík eftir í tjald-
inu. Augljóst er að einhver eða einhverjir hafa komið að Beinhól
eftir að Tómas og félagar fundu tjaldið og þar til þeir koma aftur að
viku liðinni. Lík bræðranna tveggja hafa verið fjarlægð. Þessi
verknaður virðist óskiljanlegur og vekur hörð viðbrögð. Sterkur
grunur fellur á þá félaga, Jón, Sigurð og Björn, að þeir hafi rænt hina
látnu og fjarlægt lík bræðranna.
Málaferlin út af hvarfi líkanna báru vott um mikla ólgu og tor-
tryggni. Á fyrsta héraðsþingi í málinu, sem haldið var á Stóru Seylu
27. september 1781, var tuttugu og þremur vitnum stefnt til að vitna
undir eið og fallmálssektir, um „allt hvað þau vita um lík tveggja
sona klausturshaldarans og þeirra fylgdarmanna í Kjalhrauni á þessu
sumri með víðara, sem stefnan fyrir réttinum upplesin og upp-
skrifuð framar útvísar“. I vitnaleiðslum á Stóru Seylu 27. september
kom fram að þeir hefðu athugað líkin, og kom eftirfarandi þar fram
í svörum þeirra við því hve mörg lík hefðu verið undir tjaldinu:
1. Tómas: „Þrjú ... Bjarna var þar til vissu, en um Einars veit
hann ekki annað en að hönd hafi staðið upp við lík Bjarna,
sem hann meinar verið hafa Einars."
2. Þórður: „Þrjú að vísu [þ.e. örugglega] ... Bjarni var þar, en
um Einars vissi hann ekki.“
3. Runólfur: „Þrjú ... Annað [þ.e. lík annars bræðranna] var
þar, nefnilega. Bjarna, en um hin vissi hann ekki.“