Skírnir - 01.04.2012, Page 180
178
RAGNAR JÓHANNSSON
SKÍRNIR
4. Dagur: „Þrjú ... Annars [þ.e. bróðurins] var þar, sem sagt var
Bjarna, en um hitt vissi hann ekki annað en að Tómas sagði
að breiða ofan á höndina."
Þeir félagar svara því allir fjórir hiklaust að líkin hafi verið þrjú. Þeir
voru á einu máli um fleira, svo sem búnaðinn á líki Bjarna. Allir
munu menn þessir hafa þekkt Bjarna Halldórsson í lifanda lífi.
Hann var kominn til náms á Hólum er hann hélt í ferðina suður en
tvö vitnanna voru frá Hólum, þeir Runólfur og Dagur, Tómas var
lestarstjóri Hólastóls og Þórður Símonarson, landseti stólsins, bjó
stuttan veg frá Reynistað. Skal þess getið að Vigfúsi Scheving sýslu-
manni þótti með framburði þessum eiðfestum sannað að lík Bjarna
hefði verið í tjaldinu. Hitt varð ekki sannað að lík Einars hefði verið
í tjaldinu, né heldur afsannað, þótt bent væri á að í tjaldstað hefðu
aldrei fundist nema þrír hnakkar.
Vel þekkt er sú hjátrú sem tengist Reynistaðarætt að enginn
karlmaður megi klæðast grænu eða ríða bleikum hesti af því að
Bjarni frá Reynistað hafi verið grænklæddur er hann fórst á Kili.
Svo virðist sem Bjarni Halldórsson hafi alls ekki verið klæddur
grænum fötum þá er hann reið norður Kjöl. I fyrsta þinghaldinu,
þegar áðurnefnd vitni voru beðin að lýsa því hvernig lík Bjarna
hefði verið búið, hljóðuðu svörin þannig:
1. Tómas: „... í blárri peysu með bláa húfu og rauðum silkiskúf."
2. Þórður: „Var í ljósblárri peysu, með bláa húfu og rauðum
skúf í.“
3. Runólfur: „... í blárri peysu með bláa húfu og rauðum silki-
skúf.“
4. Dagur: „... í blárri peysu með bláa húfu og rauðum silkiskúf."
Á þetta benti Hannes Pétursson (1969) í grein á sínum tíma, svo að
hér virðist vera misskilningur á ferð, til kominn fyrir orð Gísla
Konráðssonar (1861). Gísli segir í þætti sínum en hann hafði m.a.
heimildir til sr. Magnúsar Magnússonar í Glaumbæ er átti Sigríði
systur þeirra bræðra: „Var svarið af þremur [sic] vitum, að 3 hefðu
líkin verið í tjaldinu, en þá greindi á um það, hvort fjórir væru, þótt
Tómas hefði það sagt [hér hnykkir Gísli á framburði Tómasar] og