Skírnir - 01.04.2012, Page 182
180
RAGNAR JÓHANNSSON
SKÍRNIR
Guðmundur Jósafatsson (1966) veltir vöngum yfir því hvort
hesturinn hafi fundist í Þegjanda eða Beljanda. Um fenið við Belj-
anda þarf naumast að ræða, segir hann og bætir við:
Slíkt fen mun þar alls ekki til. Beljandi er líka að öllu ólíklegri til að verða
hesti að meini á þennan hátt. Ólíklegt er, að hestur bjargist ekki þar upp
af sjálfsdáðum, þótt svo slysalega tækist til, að hann tapaðist þar niður um
ís. Til þessa er Þegjandi mun líklegri, einkum þó ef hann hefur fyllt af
fannburði. Þar er allvíða fyrir hendi hætta á, að hestur lendi á svo miklu
dýpi, að ofraun yrði einum manni að ná honum upp, þótt óþrekaður
væri, en það er ólíklegt um Jón Austmann, þegar þetta óhapp henti hann.
Benda má og á, að til eru fen nálægt Þegjanda, þótt ekki séu þau líkleg til
að valda slíku meini. En ekki mun rétt að staðhæfa, að sú leið sé óhugs-
andi.8
Hann segir ennfremur að það sem Gísli Konráðsson segir um hest-
inn, að Jón hafi „stungið höfði hans undir bóg honum“ sé ekki trú-
legt. Líklegra sé að árkvíslin hafi í vorleysingum ekið hestinum svo
til að höfuðið lenti undir bógnum. Ólíklegt sé að Jón hafi eytt tíma
og orku í að ná höfðinu af hestinum. Hann hefur haft tygilhníf einan
til þessa verks.
Víst má telja, að Jón hafi kunnað hið forna ráð við að aflífa hest, að rista
niður úr honum, eins og það hét á fornu máli og þekkist fram á vora daga.
Sú athöfn fór fram á þann hátt að oddhvössum hníf var stungið inn með
hálsliðnum rétt fyrir aftan kjálkabarðið og rist niður úr í sama takinu. Skár-
ust þá allar slagæðarnar þeim megin á hálsinum og missti hesturinn meðvit-
und svo fljótt, að minnstu mun hafa munað að um skot væri að ræða. Svo
ör er blóðrás hestsins.
Hann hefur einnig áhugaverðar bollaleggingar um það hvar höndin
af Jóni hafi fundist og segir svo í sömu grein:
8 Hann segir ennfremur: „Sumurin 1902 og 1903 var ég samtíða konu, er Sigurbjörg
hét, Skúladóttir, bónda á Ogmundarstöðum, Bergþórssonar. Hún fæddist á Ög-
mundarstöðum 1820 og ólst þar upp til þroskaaldurs og því í næsta nágrenni við
þetta sögusvið." Síðar f sömu grein segir hann: „Sigurbjörg fór á unglingsárum
sínum til grasa suður í Kjalhraun. Þá var þúfan þekkt og hét bakkinn, sem hún
var við, Tygjabakki. Þetta örnefni mun nú glatað. Páll Hannesson á Guðlaugs-
stöðum hafði heyrt það, en vissi það eitt um það, að bakkinn væri við Þegjanda.
Það má því telja nokkuð víst, að við Þegjanda — eða í honum.“