Skírnir - 01.04.2012, Page 185
SKÍRNIR HVER FJARLÆGÐI LÍK STAÐARBRÆÐRA? 183
Hann var hreppstjóri í Hólahreppi 1799-1803 og aftur 1805-1807.
I heimildum er hann oft nefndur „Björn ríki“ eða „Mála-Björn“ en
hann stóð í mörgum málaferlum um ævina, fyrir eigin mál og ann-
arra (Kolbeinn Kristinsson 1969). Hann var sáttamaður (forlíkun-
armaður) í mörgum málum og þótti lögvís. Hann var gætinn
búmaður en þó glöggsýnn er leikur bauðst til fjárfestinga. „Nítján
sinnum hef ég mætt fyrir rétti, og hefur sjaldan unnist á mér, en
tuttugasta réttarhaldið er eftir — og líklega verður það erfiðast,"
var haft eftir honum gömlum manni.
Heil 66 ár liðu þar til bein þeirra bræðra fundust, „á grjótmel
einum, eigi allskammt frá tjaldstað þeirra, og hellur og grjót nokk-
urt ... ofan á þeim“ eins og segir í Staðarmannaþætti. Þetta mun
hafa verið 1846. Fyrstar fundu þau grasakonur að sunnan en Brynj-
ólfur Brynjólfsson í Bjarnastaðahlíð, sem var þar á ferð í sömu er-
indagjörðum og hafði haft veður af þessum fundi, leitaði uppi beinin
og fann þau. Hellur og grjót nokkurt var ofan á beinunum þó að
sum væri upp blásin; setti Brynjólfur þar merki og gat þessa (Gísli
Konráðsson 1861: 41). Jóhannes bóndi Jónsson á Sveinsstöðum í
Tungusveit sótti síðan beinin og flutti þau heim á Reynistað.
Athyglisvert er að beinin fundust í grjótmel, ekki í hrauni, og
þar af leiðandi ekki í hraungjótu. „Eigi allskammt frá tjaldstað" er
nokkuð óljós mælieining en ljóst má þykja að sá sem gróf niður
líkin hefur viljað tryggja að þau fyndust ekki og því urðað þau í
tryggri fjarlægð frá tjaldstæðinu, enda fundust þau ekki í ítarlegri leit
sem gerð var sumarið 1781. Beinin fundust vegna þess að blásið
hafði af þeim og þau farin að standa upp úr sverðinum. Það er at-
hyglisvert að það voru grasakonur að sunnan er fundu beinin fyrst
og svo Brynjólfur sem var fararstjóri grasafólks, þá þrítugur að aldri
(Björn Egilsson 1978: 5). Fjallagrös sem vaxa í Kjalhrauni sjálfu eru
smágerð og kölluð kræða. Kræða var að vísu tínd en betri grös, svo-
kölluð skæðagrös, finnast utan hrauns og því hefur grasafólk ekki
átt erindi upp á hraunið sjálft.
Beinin voru jarðsungin á Reynistað og var Birni Illugasyni boðið
að vera viðstaddur, þá 86 ára gamall. Hann kvaðst ekki skyldugur
að vera við jarðarför neinna útilegumanna og fór hvergi enda
kannski varla hestfær. Líkur þar sögu þessarar hörmungafarar.