Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.2012, Page 186

Skírnir - 01.04.2012, Page 186
184 RAGNAR JÓHANNSSON SKÍRNIR 8. Hver flutti líkin? En spurningin vaknar — hverjum datt í hug að fjarlægja dragúldin lík úr tjaldi og flytja þau allangan veg til að urða þau? Hver var til- gangurinn? Varla gat það verið af illgirni. Augljóst virðist af vitna- leiðslum að líkin voru að minnsta kosti þrjú og mjög sennilega fjögur þegar fyrst var komið að tjaldinu. Vitnin voru greinargóð og þekktu þar að auki Bjarna sem var örugglega horfinn í seinna skiptið. Afar sennilegt er að bæði líkin hafi verið fjarlægð samtímis sem styrkir þá mynd, að fjögur lík hafi verið í tjaldinu er Tómas og félagar komu að því. Einhvern hag hafði sá sem verknaðinn framdi af því að fjarlægja líkin. Ljóst má þykja að þeir Staðarmenn hafi haft allmikið fé eftir enda átt nóg til að geta keypt hey um veturinn ef svo illa færi að þeir yrðu að hafa vetursetu á Suðurlandi. Líklegt er að sá sem verkn- aðinn framdi hafi tekið það lausafé sem var til staðar í náttstað Staðarmanna og síðan fjarlægt líkin í þeim tilgangi að láta líta svo út að þeir hefðu ekki verið í tjaldinu, heldur farist annars staðar — og verið með silfrið með sér. Nefnt er við Seyluþinghaldið 1781 í framburði Guðmundar Ei- ríkssonar á Irafelli og í fyrirspurn klausturhaldara við Sauðárþing- haldið 1783, að taldar eru upp peningabuddur tvær, innsigluð bréf, reikningar fimm, lyklar fjórir, sem allt var meðferðis en fannst ekki í tjaldstað. Skúffu vantaði í nýjan kistil sem var meðferðis. Sennilega hefur sá sem fjarlægði líkin ekki vitað af því að þegar var búið að finna tjaldið og því ekki gert ráð fyrir þeim eftirleik sem síðar varð. En hverjir geta hafa verið þar á ferð og unnið þetta verk. Tíma- mörk verknaðarins eru þröng, einungis um ein vika. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að margir hafi farið þar um og einu mennirnir sem um er vitað eru þremenningarnir Jón, Sigurður og Björn. Þá munu nokkrir Eyfirðingar hafa farið um Kjalveg og fundið tjaldið að því er síðar kom fram en talið sig einungis hafa séð tvö lík (Gísli Konráðsson 1861: 30). Ekki virðist neinn grunur hafa fallið á Eyfirð- ingana. Ymsir hafa komið með tilgátur um atburðarásina gegnum tíðina og var sú umræða einkum lífleg í lok sjöunda áratugar síðustu aldar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.