Skírnir - 01.04.2012, Síða 187
SKÍRNIR HVER FJARLÆGÐI LÍK STAÐARBRÆÐRA? 185
Skemmst er að minnast skáldsögu sem Guðlaugur Guðmundsson
(1968) ritaði um Reynistaðarbræður. I sögu Guðlaugs deyja þeir
einn af öðrum og ferðafélagarnir bera líkin út úr tjaldinu og búa um
þau þar til að þau yrðu sótt seinna. Það má teljast óhugsandi að
örþreyttir samferðamenn hafi farið um langan veg til að hylja líkin
í foráttuveðri — og tekist verkið svo vel að þau fundust ekki þótt
margir menn leituðu lengi í kringum tjöldin.
Sigurður Ólason (1969b: 7) dregur þær ályktanir að Tómasi
Jónssyni og þeim Hólamönnum sé í engu treystandi til að telja lík
og að Jóni Austmann hafi sinnast við bræðurna, orðið þeim að bana
og ákveðið að ríða af stað með hluta safnsins norður til samfundar
við útilegumenn. Það má teljast fráleitt að Jón Austmann, ráðs-
maður á einu ríkasta búi í Skagafirði, tæki upp á slíku. Enda fór svo
að Hannes Pétursson (1969) svaraði Sigurði í blaðagrein, þar sem
hann hrakti rök hans og er það hin fróðlegasti lestur.
9. Hver fjarlægði líkin og hvers vegna ?
Tilgáta um atburðarás
Segja má að nóg hafi verið skrifað um þetta mál en þó hyggst ég
setja hér fram tilgátu mína um þá atburðarás sem átti sér stað vet-
urinn 1780 og vorið 1781.
Sú skoðun hefur gjarnan verið uppi að hér hafi verið um feigðar-
för að ræða, að ferðamenn, sem allir voru ungir og óreyndir nema
Jón Austmann, hafi lagt upp í óvissuför. Ég tel það ekki rétt.
Er þeir Staðarmenn leggja af stað yfir Kjöl, annan dag vetrar, 28.
október 1780, er allgott veður og enn varla snjór að ráði. I för eru
Jón Austmann, tæplega fimmtugur, Bjarni Halldórsson tvítugur,
Einar Halldórsson 11 ára, hraustmennið Sigurður Þorsteinsson
landseti á Daufá, 46 ára og einnig hafa þeir haft til aðstoðar Guð-
mund Daðason, 37 ára.
Mikill munur er á léttfærasta og latrækasta fénu í fjársafni eins og
Guðmundur Jósafatsson (1966) hefur bent á. Þeir beita því rekstr-
armannaráði að skipta fénu í smærri hópa, og hraðamunur slíkra
hópa getur orðið mjög mikill. Hafi verið gripið til þessa ráðs þegar
lagt var á Kjalhraun eða jafnvel fyrr, er ekki ólíklegt að fljótt hafi