Skírnir - 01.04.2012, Page 192
190
RAGNAR JÓHANNSSON
SKÍRNIR
hefðu skipt liði við Rjúpnafell og Jón leitað leiðina austur fyrir
hraun á meðan Björn Illugason fór beint yfir hraunið. Því er til að
svara að lítilmagnavinurinn Grafar-Jón hefur eflaust ekki viljað
koma Birni í ógöngur með því að greina frá því atriði. Það hefði
orðið til þess að grunur beindist sérstaklega að honum, hann hefði
átt í erfiðleikum með að sanna sakleysi sitt og það síðan getað leitt
til sakfellingar hans. Slíkt hefði Jón ekki viljað hafa á samviskunni
enda hefur hann álitið Björn saklausan. Gísli Konráðsson (1861)
hefur þetta að segja:
Það var er Björn Illugason reið til (Seylu)Þings frá Stað, að hann hafi verið
alldapur og þungt í skapi. Reið hann um hlaðið á Stóru Gröf á leið til
dómþings að Stóru Seylu. Jón gamli var úti og sá daufleika Bjarnar. Hann
hljóp inn eftir glasi og sagði Birni að súpa á því svo hann fyndi. Og jafnskjótt
og Björn hafði úr glasinu sopið rak Jón hnefa milli herða Bjarnar og mælti:
„Stattu þig í dag helvítið þitt.“ Birni harðnaði við þetta skapið og að hann
kvaðst hafa orðið þeirri stund fegnastur, er hann komst á þingið og vannst
eigi á hans hlut.
Væntanlega hefur hann einnig haft fullvissu um það að Jón mundi
láta vera að segja frá því að þeir hefðu skipt milli sín leitarleiðum
um veturinn. I fyrra réttarhaldinu á Seylu Qón Eyþórsson 1937) er
Grafar-Jón spurður: „Virtist þér nokkur leitandi maður hafa getað
svo farið tvívegis um veginn hjá líkaplássinu, að hann hafi ekki getað
séð þau lík í snjóleysu og albjörtu veðri um daga og þann farangur,
sem þar lá úti, rauða flónelssvuntu, sortaða síðhempu, hnakkana,
skrínuna samt fleira, sem alt lá úti hjá tjaldinu?" Svar: „Varla var
það mögulegt að heilskyggn maður færi svo veginn norður eftir að
hann ekki sæi það.“
Hér er sveigt að Jóni Egilssyni, að hann hafi tvisvar farið fram hjá
líkunum, hið fyrra skiptið í leitinni um vorið, hið síðara skiptið er
hann rak féð að sunnan. En í þeirri för báru þeir allir við að hafa
farið fyrir austan hraun, en hins vegar báru þeir er líkin sóttu að
þeir hefðu séð fjárslóð í leirflagi rétt vestan við líkborgina en enga
slóð austan við hraunið. Eins og fyrr segir hefur leitin um vorið
verið mjög snemma enda er ljóst að Jón var kominn suður til fjár-
kaupa áður en færð tók að spillast um vorið. Athyglisvert er að