Skírnir - 01.04.2012, Page 218
216
ATLI HARÐARSON
SKÍRNIR
ákvarðað hvernig tíminn sem hvert fag fékk til umráða yrði best nýttur til
að þroska nemendur, bæta samfélagið og auðga menninguna.
I því sem hér fer á eftir ætla ég að fjalla um þann boðskap hinnar nýju
námskrár að nám skuli skipulagt út frá markmiðum sem
a. tilgreina hæfni, leikni eða þekkingu sem nemendur eiga að öðlast,
b. hægt er að áætla hvað tekur langan tíma að ljúka og
c. nemendur skulu hafa náð að námi loknu.
Líklega sýnast mörgum þessar hugmyndir næsta sjálfsagðar. Hlýtur ekki
skynsamlegt skipulag á starfi skóla að vera hugsað út frá einhverjum
markmiðum sem hægt er að ná eða ljúka og hljóta markmiðin ekki að snú-
ast um hvað nemendur vita, kunna eða geta að námi loknu? En hér er ef til
vill ekki allt sem sýnist.
Annars konar markmið og undarleg málnotkun
Nýja aðalnámskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að skipa öllum náms-
markmiðum í þrjá flokka sem bera yfirskriftirnar^>e&&irag, leikni og hæfni.
Samt snúast fjölmörg venjuleg námsmarkmið um annað en þetta þrennt
eins og til dæmis siðferðilegar og vitsmunalegar dygðir á borð við
gagnrýna hugsun, vandvirkni, heiðarleika, víðsýni og háttvísi eða áhuga
og löngun. íslenskukennari sem velur að láta nemendur sína lesa Njálu
getur til dæmis reynt að glæða með þeim löngun til að lesa fleiri sígild bók-
menntaverk eða skilja menningarheim miðalda. Þetta eru fullgild markmið
og virðingarverð, enda getur kennari tæpast gefið nemendum sínum neitt
dýrmætara og betra en löngun til að nema og skilja. En slík löngun er
hvorki þekking, leikni né hæfni. Sama má segja um ýmis markmið sem
tengjast til dæmis jafnrétti og sjálfbærni — sem samkvæmt námskránni
(kafla 2.1, bls. 13-19) teljast til meginþátta menntunar — eða samsvarandi
dygðum eins og sanngirni og hófsemi. Sanngirni er ekki bara hæfni til að
sleppa því að sýna ójöfnuð, yfirgang og frekju og hófsemi er meira en
kunnátta eða geta því að þessir mannkostir fela í sér samspil vits og vilja,
hugsunar og tilfinninga. Sá sem er sanngjarn hefur ekki aðeins hæfni til að
sýna öðrum tillitssemi og setja sig í þeirra spor heldur líka vilja og löngun
til að gera það.
í grein frá 1965 sem heitir „Learning and Teaching" lýsir enski heim-
spekingurinn Michael Oakeshott (1901-1990) aðalsmerkjum menntaðs
manns og spyr: