Skírnir - 01.04.2012, Side 219
SKÍRNIR
HUGMYNDIR UM NÁMSMARKMIÐ ...
217
Hvernig lærir nemandi að hafa opinn hug og forvitinn, að vera í senn
þolinmóður og heiðarlegur í hugsun, nákvæmur og iðinn, einbeittur og
efagjarn? [...] Hvaðan fær hann gáfu til að taka því þegar mál hans er
hrakið? Og með hverjum hætti lærir hann að elska sannleika og rétt-
læti þannig að hann sé samt laus við að vera einstrengingslegur eða
öfgafullur? (Oakeshott 1989: 60-61)
Þetta lærir enginn með því einu að ná markmiðum sem tilgreina þekkingu,
leikni og hæfni ef þau orð eru skilin sínum hversdagslega skilningi. Svo
virðist sem höfundar námskrárinnar reyni að leysa þennan vanda með því
að gefa orðinu „hæfni“ mun víðtækari merkingu en það hefur í daglegu
tali. I kafla 2.2 (bls. 20) segir til dæmis: „Hæfni er þannig meira en þekking
og leikni, hún felur einnig í sér viðhorf og siðferðisstyrk, tilfinningar og
sköpunarmátt, félagsfærni og frumkvæði", og í kafla 6.1. (bls. 33): „Þekk-
ing, leikni og hæfni eru hugtök sem notuð eru við gerð námsbrautarlýsinga
og áfangalýsinga. Tengsl hugtakanna birtast í því að hæfni nemenda byggir
á þekkingu þeirra og leikni auk sjálfskilnings, viðhorfa og siðferðis."
Vissulega má segja sem svo að ef orðið „hæfni“ er látið ná yfir alla
mannkosti sem hægt er að efla með skólanámi aðra en einbera þekkingu og
leikni, þá sé hægt að flokka markmið skóla í þekkingu, leikni og hæfni, en
þá er flokkunin líka orðin innantóm og marklaus og eins hægt að láta sér
duga að segja að nám skuli hafa góð áhrif á nemendur. Um það ætti að vera
óþarfi að hafa mörg orð. En jafnvel þótt við sættum okkur við að orðið
„hæfni“ sé látið ná yfir fjölbreytilegri mannkosti en venja er í daglegu tali
gengur hugmyndin um skipulag náms sem hér var tíunduð í þrem liðum,
merktum a, b og c, ekki upp.
Vörður og leiðarstjörnur
Til að átta okkur á hvers vegna það sem segir um námsmarkmið í nýju aðal-
námskránni er ekki raunhæft þurfum við að gera greinarmun á tvenns
konar markmiðum. Ég held því samt ekki fram að þessi tvískipting sé sú eina
rétta. Hún útilokar ekki öðru vísi flokkun á markmiðum neitt frekar en að
flokka einkabíla í fólksbíla og jeppa útilokar að einhver annar skipti þeim
í sjálfskipta og beinskipta.
Þessir tveir flokkar eru annars vegar markmið sem er hægt að ljúka við
— hægt að ná og vera þá búinn að því og geta snúið sér að öðru. Við getum
líkt þessum markmiðum við vörður á leið okkar. Við komumst alveg að
þeim og þar með er áfanga ferðarinnar lokið. Hins vegar eru markmið sem