Skírnir - 01.04.2012, Page 220
218
ATLI HARÐARSON
SKÍRNIR
er ekki beinlínis hægt að klára. Við getum líkt þeim við leiðarstjörnur sem
við fylgjum.
Það er líklega best að skýra þennan greinarmun með dæmum. Að fara
saman í kvikmyndahús km nœstu helgi og að takaþátt í Akraneshlaupinu
eru vörður, eða með öðrum orðum markmið sem hægt er að ná. Að húa í
farsxlu hjónabandi og að lifa heilbrigðu lífi eru hins vegar leiðarstjörnur
eða viðleitni sem ekki er hægt að ljúka. Sá tími kemur aldrei að hjón geti sagt:
„Nú er samband okkar orðið farsælt og við þurfum ekki að hugsa um það
meira." Markmiðið að byggja upp gott hjónaband verður aðeins skilið sem
ævilöng viðleitni. Það er leiðarstjarna sem er hægt að fylgja en ekki varða
sem hægt er að komast að og vera þá búinn með þann áfanga leiðarinnar.
Svipað má segja um heilbrigði. Viðleitni til að lifa heilbrigðu lífi getur tæp-
ast lokið fyrr en ævin er á enda.
Markmiðin sem hægt er að klára geta þjónað, og þjóna raunar oftast,
markmiðunum af hinu taginu, þeim sem ég kalla leiðarstjörnur. Að fara
saman í kvikmyndahús getur til dæmis þjónað því markmiði að lifa í farsælu
hjónabandi. Að taka þátt í Akraneshlaupinu getur verið hluti af viðleitni
til að vera hraustur og heilbrigður.
Markmiðin sem er hægt að ná eru sjaldnast neitt sérstaklega mikilvæg.
Flest fólk er til í að endurskoða þau af litlu tilefni. Ef það verður til dæmis
gott veður um næstu helgi er kannski tilvalið að fara í gönguferð og sleppa
kvikmyndinni. Hins vegar þarf talsvert að ganga á til að fólk gefi
markmiðin sem er ekki hægt að klára upp á bátinn. Með öðrum orðum eru
markmiðin sem skipta mestu máli, og við ættum síst að víkja frá, leiðar-
stjörnur fremur en vörður. Líf fólks snýst að miklu leyti um slík markmið
sem er ekki hægt að ná eða ljúka og þau gefa öðrum markmiðum gildi. Ég
kýs að kalla þessi markmið leiðarstjörnur. Það mætti eins kalla þau opin
markmið þar sem þau stýra viðleitni sem lýkur ekki. Markmiðin sem hægt
er að ljúka, og ég kenni við vörður, mætti líka kalla lokuð markmið.
Sum námsmarkmib eru leiðarstjörnur eða opin markmið
Það er hægt að klára að ná ýmsum námsmarkmiðum. Þetta á til dæmis við
um ýmsa leikni, þekkingu og utanbókarlærdóm. Það er til dæmis hægt að
ná markmiðum eins og að muna reglu Newtons sem segir að þyngdar-
kraftur milli tveggja massa sé í öfugu hlutfalli við fjarlægð þeirra í öðru
veldi, að vita að fundurinn á Eiðsvelli var 1814 eða að í Njáls sögu var
Höskuldur kvæntur Hildigunni. En kennsla í eðlisfræði, sögu og íslensku
getur ekki snúist eingöngu um markmið af þessu tagi. Stór hluti af