Skírnir - 01.04.2012, Síða 231
SKÍRNIR
EFTIR hrun: NÝ STJÓRNARSKRÁ
229
atkvæðagreiðslu um sambandslagasamning íslands ogDanmerkur 1918 var
þátttakan t.d. 44%.
Stjórnmálaflokkarnir skiptu sér ekki af kosningunni, en á ólíkum for-
sendum. Ríkisstjórnarflokkarnir hvöttu fólk til að kjósa en Sjálfstæðis-
flokkurinn lagðist hálfpartinn gegn því að kjósendur neyttu atkvæðisréttar
síns. Þó gáfu sjálfstæðismenn rétt fyrir kosningarnar út leiðbeiningar til
flokksmanna um hverja ætti að kjósa2 og náðu tveir þeirra kjöri.
Fjölmiðlar gerðu, með fáum undantekningum, fátt til að kynna fram-
bjóðendur og baráttumál þeirra. Mun þeim hafa vaxið í augum fjöldi
frambjóðenda. Engar skoðanakannanir voru gerðar og enginn vissi því
hverjir væru líklegastir til að ná kjöri. Frambjóðendur litu hver á annan sem
baráttufélaga frekar en keppinauta og allt fór vel fram.
Þeir sem náðu kjöri voru býsna góður þverskurður af íslensku sam-
félagi. Þar voru læknar, lögfræðingar, prestar og prófessorar og einnig bar-
áttukona fyrir bættum hlut fatlaðra, bóndi, fjölmiðlamenn, fyrrum alþingis-
menn, heimspekingur, hjúkrunarfræðingur, leikstjóri, skáld og listamenn,
stjórnarmenn í fyrirtækjum, stjórnmálafræðingar, stærðfræðingar og verka-
lýðsleiðtogi.
V. Hæstiréttur í ham
Eftir kosninguna tóku andstæðingar stjórnlagaþings af sér silkihanskana.
Þrír menn lögðu fram kærur, þar á meðal frambjóðandi sem ekki náði kjöri.
Allir höfðu þeir tengsl við Sjálfstæðisflokkinn.3 Kærurnar snerust um
hönnun kjörklefanna og þess háttar og gengu út á að kosningin hefði í
reynd ekki verið leynileg. Við hönnun kjörklefanna hafði þó verið líkt eftir
sams konar kosningum á Irlandi og í Skotlandi. Tengsl kærenda við
Sjálfstæðisflokkinn skipta máli því að af þeim sjö stjórnmála- og embætt-
ismönnum, sem Rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa vanrækt skyldur
sínar í aðdraganda hrunsins, voru fjórir sjálfstæðismenn. Þar að auki var
framkvæmdastjóri flokksins til margra ára og stjórnarmaður í Landsbank-
anum kærður af slitastjórn bankans eftir fall hans fyrir að bera ásamt öðrum
ábyrgð á stórstreymi fjár úr bankanum rétt fyrir hrun. Með einkavæðingu
2 Fráþessu var sagt í blöðum, sjá t.d. http://www.dv.is/frettir/2010/ll/26/sjalfsta-
edismenn-velja-frambjodendur-fyrir-sitt-folk/.
3 Nafn eins þeirra var á listanum með nöfnum þóknanlegra frambjóðenda til stjórn-
lagaþings, sjá neðanmálsgreinina næst á undan. Annar hefur setið í stjórn
Sjálfstæðisfélags Norðfjarðar og hinn þriðji verið formaður stjórnar fulltrúaráðs
Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð.