Skírnir - 01.04.2012, Síða 233
SKÍRNIR
EFTIR hrun: NÝ STJÓRNARSKRÁ
231
mikill meirihluti þeirra sem á endanum voru skipaðir í stjórnlagaráð aukið
lýðræði, meiri mannréttindi, skýrari valdmörk og mótvægi (e. checks and
balances), meira gegnsæi og minni spillingu.
Ríkur samhljómur var milli þessara skoðana, sem stjórnlagaráðsmenn-
irnir kynntu er þeir buðu sig fram, og skoðana mikils meirihluta þeirra
523 sem gáfu kost á sér. Einnig voru þessi baráttumál stjórnlagaráðsmanna
í fullu samræmi við skoðanir þjóðfundarins. Sérlega mikilvæg var sú
áhersla sem fulltrúar á þjóðfundi höfðu eins og fleiri lagt á að auðlindir
yrðu skilgreindar sem þjóðareign og þá ekki síst fiskimiðin. Engum átti
því að koma á óvart að stjórnlagaráð skyldi fara þá leið að skrifa nýja
stjórnarskrá að mestu frá grunni í stað þess að endurskoða þá skrá sem
enn er í gildi. Eigi að síður náði stjórnlagaráð eftir fjögurra mánaða vinnu
að samþykkja frumvarp að nýrri stjórnarskrá einum rómi með 25
atkvæðum gegn engu. Verður það að teljast merkilegur árangur í ljósi þess
hve gagngerar og að sumu leyti róttækar umbætur felast í hinu nýja frum-
varpi. Þar eru valdmörk hinna þriggja greina ríkisvaldsins skerpt og skýrð
og áhersla lögð á innbyrðis mótvægi þeirra. Lykilorð frumvarpsins eru
ábyrgð, gegnsæi, sanngirni, umhverfisvernd, valddreifing og hagkvæm,
réttlát og sjálfbær nýting auðlinda í þjóðareign. Frumvarpið sker upp
herör gegn spillingu og leynd þó hvorugt orðið sé að finna í verkinu. Á
sama tíma er frumvarpinu ætlað að tryggja samfellu og stöðugleika með því
að varðveita og efla það forsetaþingræðisskipulag sem stjórnarskráin frá
1944 kveður á um.
Stutt aðfaraorð gefa tóninn:
Við sem byggjum Island viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir
sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman
berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu
og menningu.
ísland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og
mannréttindi að hornsteinum.
Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu
þeirra og virða margbreytileika mannlífs, lands og lífríkis.
Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar
og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum
þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.
í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög lands-
ins, sem öllum ber að virða.