Skírnir - 01.04.2012, Page 235
SKÍRNIR
EFTIR hrun: NÝ STJÓRNARSKRÁ
233
þess við einn kjördæmislista eða einn landslista, og hefur hann þá valið
alla frambjóðendur listans jafnt.
Með þessu er ætlunin m.a. að sporna gegn pólitískri spillingu sem fylgir
gjarnan litlum kjördæmum og miklu flokksræði (Persson og Tabellini 2005,
7. kafli). Ekki þarf að orðlengja að slíkt hefur gert vart við sig á Islandi.
Stjórnlagaráð taldi nauðsynlegt að hafa í frumvarpi sínu nokkuð nákvæm
fyrirmæli um nýtt kosningakerfi. Á 20. öld þurfti tvisvar, þrisvar og allt
upp í fjórum sinnum fleiri atkvæði til að ná kjöri til setu á Alþingi í Reykja-
vík en í landsbyggðarkjördæmum. Landsbyggðin réð yfir meirihluta þing-
manna allt til 2003 þótt tveir þriðju hlutar landsmanna byggju á
höfuðborgarsvæðinu. Þetta hefur haft margvíslegar og langvinnar af-
leiðingar í för með sér. I kosningum 1927 náði Framsóknarflokkurinn
meirihluta á þingi með aðeins einn þriðja atkvæða. Einangrunar- og hafta-
stefna var við lýði næsta mannsaldurinn og rúmlega það. Misvægi atkvæða
hægði á eðlilegum fólksflutningum til Reykjavíkur og tafði heilbrigða
markaðsvæðingu hagkerfisins. Stjórnmálamenn vöndust því að deila og
drottna í krafti kosningakerfisins og því voru bankar t.d. ekki einkavæddir
á íslandi fyrr en 1998-2003, nokkrum árum á eftir bönkum í Mið- og
Austur-Evrópu og Eystrasaltslöndunum. Og þegar það var loksins gert var
talið næsta eðlilegt að stjórnmálamenn höguðu einkavæðingunni eftir sínu
höfði.
IX. Náttúruauölindir
Grein 34 hljóðar svo:
Auðlindir í náttúru íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg
og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða
réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja
þær eða veðsetja.
Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar,
aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og upp-
sprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með
lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá
yfirborði jarðar.
Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag
að leiðarljósi.
Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd
þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða