Skírnir - 01.04.2012, Page 239
SKÍRNIR
eftir hrun: ný stjórnarskrá
237
m.a. á grundvelli „stjórnmálatengsla“. í 96. grein er nú tekið skýrt fram að
„[hjæfni og málefnaleg sjónarmið skulu ráða við skipun í embætti".
Spilling í embættaveitingum hefur orðið æ augljósari með tímanum og
dugir hér að vísa til skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis (2010) og ýmissa
álitsgerða umboðsmanns Alþingis, auk umfjöllunar í fjölmiðlum. Vegna
mikilvægis þeirra eru störf dómara og ríkissaksóknara sérstaklega nefnd í
greininni og kveðið á um að ráðherra geti ekki skipað í þau embætti upp á
sitt eindæmi. Forseti Islands eða tveir þriðju hlutar Alþingis verða að
staðfesta skipan ráðherrans. I önnur háttsett embætti, svo sem störf
ráðuneytisstjóra og forstjóra mikilvægra ríkisstofnana, skipar ráðherra að
fenginni tillögu sjálfstæðrar nefndar. Kveðið er á um að velji ráðherra ekki
einn af þeim sem nefndin telur hæfasta verði Alþingi að samþykkja skipan
hans með tveim þriðju atkvæða. Það er svo til marks um valdmörk og mót-
vægi að forseti Islands skipar formann hæfnisnefndarinnar.
XIII. Sjálfstœðar ríkisstofnanir
I 97. grein segir:
I lögum má kveða á um að tilteknar stofnanir ríkisins, sem gegna
mikilvægu eftirliti eða afla upplýsinga sem nauðsynlegar eru í lýð-
ræðisþjóðfélagi, njóti sérstaks sjálfstæðis. Starfsemi slíkra stofnana
verður ekki lögð niður, henni breytt að verulegu leyti eða fengin
öðrum stofnunum, nema með lögum sem samþykkt eru með 2A hlut-
um atkvæða á Alþingi.
Fíér er um nýmæli að ræða en helstar þeirra stofnana sem greinin tekur til
eru Seðlabanki íslands, Fjármálaeftirlitið, Samkeppnisstofnun og Hagstofa
íslands auk Ríkisendurskoðunar og umboðsmanns Alþingis sem þegar
nýtur stjórnarskrárverndar. Fleiri eftirlitsstofnanir sem sýsla með um-
hverfis-, efnahags- og upplýsingamál gætu auk þess fallið undir greinina.
Slíkar stofnanir verða að vera sjálfstæðar og geta gegnt hlutverki sínu án
þess að þingmenn geti hróflað við starfseminni eða lagt hana beinlínis niður
með einföldum meirihluta. Því er kveðið á um að til þess þurfi tvo þriðju
hluta atkvæða á þingi.
Þetta ákvæði er ekki sprottið upp úr þurru. Ríkisstjórnin ákvað árið
2002 að leggja Þjóðhagsstofnun niður á þeirri forsendu m.a. að einkabankar
gætu fyllt skarðið. Eftir að svona fór fyrir Þjóðhagsstofnun lét Hagstofa
íslands lítið fyrir sér fara og virtist ekki taka eftir sívaxandi ójöfnuði í land-
inu sem ríkisstjórnin stóð fyrir vitandi vits, einkum í gegnum skattkerfið