Skírnir - 01.04.2012, Side 249
GREINAR UM BÆKUR
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
Landnámsmenn
Jón Yngvi Jóhannsson:
Landnám: Ævisaga Gunnars Gunnarssonar.
Mál og menning 2011
„Ég er nauðbeygður til að rita á dönsku til að geta lifað. Ég kem
ekki heim til íslands, fyrr en ég er búin að vinna mér nafn og álit.
Mér ætti að takast það.“
Gunnar Gunnarsson: Bréf til Sumar-
liða Halldórssonar, 13. júní 1910.
Ofangreind tilvitnun lýsir í senn ótrúlegum metnaði og aðdáunarverðu
sjálfstrausti ungs höfundar, ekki síst sé tekið mið af aðstæðum Gunnars á
ritunartímanum: Hann er ekki lengur á lýðháskóla í vernduðu umhverfi,
einsog fyrstu Danmerkurár sín, heldur í Árósum, gersamlega skítblankur,
í eilífu húsnæðishraki og á stundum ekki fyrir mat. Hann hefur ekkert bak-
land, eiginlega hefur enginn trú á honum til höfundarverka nema hann
sjálfur, hann skrifar á máli sem er ekki móðurmál hans, og samt tekst
honum innan nokkurra ára nákvæmlega það sem hann lýsir hér fyrir vini
sínum. Ævi slíks höfundar er freistandi, að ég ekki segi heillandi viðfangs-
efni, og nú er komin út stór og merkileg ævisaga Gunnars eftir Jón Yngva
Jóhannsson sem nefnist Landnám — œvisaga Gunnars Gunnarssonar (hér
eftir verður vitnað til verksins með blaðsíðutali innan sviga).
Ég er ekki þeirrar skoðunar að ævisaga og skáldsaga séu að renna saman
í eina bókmenntagrein, að munurinn á því sem Bretar kalla fiction (tilbún-
ingur) og non-fiction sé að hverfa og eigi jafnvel að gera það. En það eru
vissulega snertifletir. Til dæmis verður hver sá sem skrifar ævisögu að skapa
tvær persónur, og getur beitt til þess aðferðum skáldsögunnar. Þetta eru
annars vegar aðalpersóna verksins, að sjálfsögðu, sem höfundur þarf að hafa
skýra sýn á og gefa góða mynd af, og hins vegar sögumaðurinn, sem þarf í
senn að vera geðugur og glöggur og þesslegur að lesandinn vilja fylgja
honum um hundruð blaðsíðna, semsé líka leiðsögumaður í þeim frumskógi
Skírnir, 186. ár (vor 2012)