Skírnir - 01.04.2012, Page 250
248
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
misáreiðanlegra staðreynda og hugmynda sem ævi sérhvers manns er. Þetta
tekst Jóni Yngva með ágætum. Hinn ungi Gunnar er vel mótuð persóna og
það er ótrúlega gaman að fylgjast með baráttu hans fyrir því að verða höf-
undur, finna útgefendur, öðlast viðurkenningu og velja sér söguefni.
Lesandinn finnur líka að Jón Yngvi er á heimavelli í Danmörku. Hann
tengir Gunnar vel við bókmenntastrauma þessa tíma, svo sem jósku höf-
undana sem á þessum árum beindu sjónum að heimabyggð sinni og áttu
um skeið sviðið í dönskum bókmenntum; hann kallar Gunnar „íslenskt
átthagaskáld í Danmörku" (153). En hann þekkir líka öðrum betur við-
tökusögu Gunnars sem hann skoðar í ljósi kenninga um hvernig herra-
þjóðir nálgast menningu nýlendna sinna. Þannig segir um viðtökur danskra
gagnrýnenda um 1920: „Verk dansk-íslensku höfundanna eru sögð spretta
beint úr náttúru íslands, eins og „jökulstormur sem svalar enni hinnar
menningarþreyttu Danmerkur““ (196), en um þetta hefur Jón áður skrifað
athyglisverða grein.1 Þá er ekki síður nýmæli að tengingum Jóns við kenn-
ingar um karlmennskuímynd þessa tíma og að hvaða leyti sjálfsskilningur
Gunnars mótast af henni, til dæmis sýnir hann hvernig Gunnar mótar
sjálfsmynd sína í Fjallkirkjunni og setur á svið með samanburði við aðra
unga karlmenn (111).
Á tímum starfslauna og sæmilega virks bókamarkaðar er erfitt að gera
sér grein fyrir því sem fyrstu atvinnuhöfundarnir íslensku urðu á sig að
leggja. I upphafi 20. aldar var íslenskur bókamarkaður ekki aðeins örlítill
heldur líka dreifður milli Kaupmannahafnar, Winnipeg og Reykjavíkur.
Sökum fátæktar vörðu íslendingar megninu af vökutíma sínum í strit til að
hafa í sig og á, tími til bóklestrar var lítill og jarðvegur borgaralegrar menn-
ingar ekki frjór. Ungt fólk, aðallega drengir, sem lét sig dreyma skálda-
drauma, sá ekki aðra leið en að fara að heiman og reyna fyrir sér á tungu
fjölmennari þjóða en hafði með sér sagnasjóð að heiman og sótti jafnan í
hann. Sumpart skýrir þetta kannski þann vanda sem höfundar eins og
Gunnar í Danmörku eða Kristmann Guðmundsson í Noregi rata í: Þegar
fram líða stundir virðast hvorki landar þeirra né gestgjafar líta á þá sem
„sína“ höfunda, þeir verða ekki hluti af bókmenntalífi eða „kanon“, hvorki
heima né heiman; heimamenn dæma þá af tungunni og gestgjafar af sögu-
efninu. Sem betur fer er þessu skeiði þó lokið hvað Gunnar varðar, íslensk
bókmenntasaga er nú óhugsandi án hans, þótt hann sé horfinn úr þeirri
dönsku. Halldór Laxness var ekki nema hálfum öðrum áratug yngri en
1 Jón Yngvi Jóhannsson. 2001. „Joklens Storm svalede den kulturtrætte Danmarks
Pande: Um fyrstu viðtökur dansk-íslenskra bókmennta." Skímir 175 (1): 33-66.