Skírnir - 01.04.2012, Síða 252
250
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
þriðja og fjórða áratugnum gætu hafa verið samin fyrir tíma rússnesku bylt-
ingarinnar, eða öllu heldur: hún breytti engu um þau. Það yrði seint sagt um
verk Halldórs Laxness frá sama tíma. Þetta er hvorugum þeirra til hnjóðs,
sýnir aðeins rætur sagnamennsku þeirra.
Vel á minnst, skandínavismi: Hugmyndin um sameiningu Norðurlanda
í eitt ríki átti sterk ítök í Gunnari eins og Jón Yngvi rekur mjög vel. Á þriðja
áratugnum og fram á þann fjórða talaði hann víða máli þessarar hugsjónar,
sem á rætur í stúdentahreyfingum 19. aldar, og hann gaf út greinasafn undir
heitinu Det nordiske Rige? Jón Yngvi leggur áherslu á að þessi hugsjón
hafi skipt Gunnar miklu máli alla tíð og telur mig, sumpart með réttu, van-
meta það í bók minni, Skdldalíf, um þá Gunnar og Þórberg Þórðarson. Jón
gengur meira að segja svo langt að taka gilda skýringu Gunnars á um-
deildustu ferð sem hann fór um ævina, þ.e. upplestrarferðinni til Þýska-
lands frá janúar til mars 1940; undir lok þeirrar ferðar átti Gunnar sem
kunnugt er fund með Adolf Hitler sem þá var búinn að koma af stað heims-
styrjöld. Gunnar sagði síðar að hann hefði lagt í þessa glæfraför í þeirri von
að geta haft þau áhrif að Þjóðverjar kæmu Finnum til hjálpar eftir innrás
Sovétríkjanna í landið í nóvember 1939. Jón skrifar: „Höfundi þessarar
bókarþótti síðari frásögnin lengi sennilegri, að vilji Gunnars til að aðstoða
Finna hefði alls ekki getað verið rótin að því að hann fór til Þýskalands
heldur skýring sem Gunnar bjó til eftir á til að sætta sig við fortíð sína og
setja hana í ásættanlegt ljós eins og Halldór Guðmundsson telur í Skálda-
lífi. Að sama skapi þótti undirrituðum frásögn Gunnars í viðtölum við Þór
Whitehead fremur ósennileg. En smám saman hefur höfundur þó sannfærst
um að hún sé í meginatriðum rétt“ (358). Þetta kann að virðast augljóst:
Fyrir mann sem barist hafði fyrir sameiningu Norðurlanda var innrás
fjandsamlegs stórveldis í eitt þeirra gríðarlegt áfall og hann hlaut að gera
allt sem í hans valdi stóð til hjálpar Finnum. Á þessari kenningu eru tveir
alvarlegir annmarkar, sem báðir eru reyndar nefndir í bók Jóns Yngva. I
fyrsta lagi var Gunnar ákveðinn í að fara þessa ferð áður en Sovétmenn
ráðast inn í Finnland, líka eftir að Þjóðverjar réðust inn í Póllandi, og svo
er hitt: Ef þetta var ástæðan fyrir því að Gunnar lagði á sig þessa stór-
hættulegu ferð til lands sem stóð í stríði, af hverju heyrðist þá ekkert frá
honum á opinberum vettvangi þegar þetta sama land réðst inn í Danmörku
og Noreg, og var hann þó kominn í tiltölulega öruggt skjól á Islandi þá?
Varla var sú innrás minna áfall sjálfstæði Norðurlanda. Það er eitthvað
þarna sem gengur ekki upp. Líklega vógu hér hagsmunir Gunnars sjálfs
3 Gunnar Gunnarsson. 1927. Det nordiske Rige, Kobenhavn: Gyldendal.