Skírnir - 01.04.2012, Side 253
SKÍRNIR
LANDNÁMSMENN
251
einfaldlega þyngst. Árlegar upplestrarferðir hans um Þýskaland höfðu verið
honum mikilvæg tekjulind í næstum áratug; hann fann snemma að hann
hafði reist sér hurðarás um öxl með kaupunum og uppbyggingunni á
Skriðuklaustri og hér bauðst tækifæri til að sækja höfundarlaunin sem hann
átti hjá þýska forlaginu. Einstaka sinnum finnst mér Jón Yngvi vanmeta
hvað hagsmunir höfundarins sjálfs skipta miklu til skýringar á framgöngu
hans. Þetta gildir um flesta höfunda og listamenn yfirleitt, á því markaðs-
torgi sem varð til með borgaralegu samfélagi og er ofurskiljanleg barátta
fyrir lífsafkomu, að ekki sé talað um höfunda sem þurftu að leggja annað
eins á sig og Gunnar þegar hann tók fyrstu sporin á rithöfundarbrautinni.
Höfundurinn stendur oftast einn í sinni baráttu, eða skynjar aðstæður
sínar þannig. Að skrifa fyrir markað er eins manns hernaður, og þegar allt
kemur til alls ræður það miklu um framgöngu hans eða hennar á þjóðfélags-
legum vettvangi. En eins vel og Jón Yngvi er að sér um Danmörku, valda
kaflarnir um Þýskaland nokkrum vonbrigðum, því þar kemur ekki margt
nýtt fram, svo sem um hinn fræga fund Hitlers og Gunnars 20. mars 1940. Hér
er líka smávillur að finna. Þannig var skáldahópurinn „Eutiner Dichterkreis",
sem Gunnar tók þátt í, kenndur við bæinn Eutin (ekki Eutiner, sjá bls. 352)
og hefði mátt geta þess að þessi hópur, sem stofnaður var 1936, var eitt helsta
rithöfundafélag nasista.4 Nafn arkítektsins Giinter Schween er misritað þris-
var á bls. 354, og eins bókartitillinn Bis zum bitteren Ende, bls. 397.
Það er hins vegar sérstakur styrkur ævisögunnar hvað Jón Yngvi fjallar
vel um verk Gunnars, ekki síst vegna þess að það er engan veginn auðvelt að
fella slíka umfjöllun inn í svona bók. Málsvörn hans fyrir Sögu Borgarættar-
innar og greining á melódramatík verksins er mjög sannfærandi og eins þótti
mér afbragðsgóð greining hans á meistaraverki Gunnars, Svartfugli. Hann
kann líka vel að nota Fjallkirkjuna sem heimild bæði um ævi og sjálfsmynd.
Lesandinn finnur að Jón Yngvi er mjög vel heima í verkum Gunnars og þykir
vænt um þau. Sama gildir um góða greinargerð hans fyrir þýðingum Gunn-
ars og þeim mun sem er á þeim, frumtextanum og þýðingum annarra. Manni
finnst jafnvel að höfundur sé fullsparsamur á eigið mat, því þegar hér er
komið ber lesandinn fullt traust til leiðsögumanns síns og vill gjarnan heyra
hvaða skoðanir hann hafi á þeim álitaefnum sem rædd eru. Hér verður
orðalag stundum full varfærið, einsog þegar segir að það sé „nokkuð sorglegt"
(471) til þess að vita að það síðasta sem Gunnar fann sig tilknúinn að semja
hafi verið uppgjör við Halldór Laxness í ritgerð sem hann birti aldrei.
4 Sjá Lawrence D. Stokes. 2001. Der Eutiner Dichterkreis und der Nationalsozial-
ismus 1936-1943: Eine Dokumentation. Neumunster: Wachholtz.