Skírnir - 01.04.2012, Page 255
MYNDVERK SKÍRNIS
Áróðursskrifstofa Fucky-Strike
(1959)
We cannot escape from the things around.1 2
I MAÍ 1960 kom Erró, sem þá kallaði sig ennþá Ferró og var sestur
að í París og giftur listakonunni Bat-Yosef, til Reykjavíkur að opna
einkasýningu í Listamannaskálanum. Þar voru rúmlega 160 verk til
sýnis, þeirra á meðal mósaíkverk, teikningar og málverk frá árunum
1957 til 1959. Eitt af nýjustu málverkunum vakti athygli Baldurs
Óskarssonar, blaðamanns á Tímanum, sem gekk með listamann-
inum um sýningarsalina.
Við göngum fram eftir salnum þangað sem Ferró hefur hornað með lausum
skilvegg; þar er málverk á báðum veggflötum, gert með þeim ólíkindum að
hornið hverfur, þegar staðið er fyrir miðju, líkt og myndin væri á einum og
sama fleti. [...] Myndin heitir Auglýsingaskrifstofa Fucky Strike. Oðrum
megin kemur fram mannandlit, hinum megin apaandlit..?
Þetta málverk frá 1959 sker sig vissulega úr öðrum verkum (F)errós
frá þessu tímabili, bæði vegna þess að það er gríðarstórt og einnig
vegna hins að með því að byggja verkið á mörgum hornum opnast
möguleikinn á leik með fjarvídd og spegilmyndir. Ennfremur er
efnið á myndfletinum óvenjulegt, þar má meðal annars finna texta-
búta og hluta úr fréttamyndum. Reyndar er Aróðursskrifstofa
Fucky-Strike fyrsta málverkið þar sem (F)erró notaði myndir úr
tímaritum. I fyrsta skipti sýnir hann takmarkanir fyrstu-persónu
myndritunar í málverki og finnur hjá sér þörf til þess að skapa
merkingu með því að stilla saman myndum sem þegar eru til og
krefja þær svara.
1 Athugasemd úr minnisbók Errós, Dudidu, París, um 1959, bls. 36.
2 Baldur Óskarsson, „Undiralda vélrænnar mannkindar“, Tíminn, 15. maí 1960.
Skírnir, 186. ár (vor 2012)