Skírnir - 01.04.2012, Page 260
258
DANIELLE KVARAN
SKÍRNIR
Everything is propaganda. Edward Bernard sömuleiðis, hann er
frændi Freuds og fluttist til Bandaríkjanna og varð þar einn af upp-
hafsmönnum fyrirbærisins „almannatengsla“. I bókinni Propa-
ganda (Áróður) frá 1928 segir hann meðal annars frá því hvernig
honum tókst að breyta skynjun almennings á sígarettum í áróðurs-
herferðinni Frelsiskyndlarnir fyrir Lucky Strike og fá bandarískar
konur til að fara að reykja.5
Með hljóðlíkingu breytist Lucky Strike í Fucky Strike í heiti
málverks Errós og „gæfa og gengi“ í auglýsingunni breyttist í „svik
og pretti“.6 Undir aðlaðandi yfirborði reynast auglýsingar ekki vera
annað en „svik og prettir“, sannkallaðar vélar í hugmyndafræðilegri
styrjöld sem háð er í þjónustu samfélags sem byggt er á auðmagni,
markaði, verslun og neyslu. I málverki sínu bendir Erró á hætturnar:
auglýsingar umbreyta einstaklingum í „löngunarvélar“, auglýsingar
skapa vélræn viðbrögð og vekja upp löngun til samsömunar og
eftiröpunar (fábjáni, idjót, eftirherma, allt eru þetta orð sem tengd
eru öpum, einnig sögnin að apa eftir). Auglýsingar stuðla að því að
einstaklingurinn breytist í vélmenni (Vélfígúrur).
Merking
Aróðursskrifstofa Fucky-Strike er ekki stríðsyfirlýsing á hendur
þessu ákveðna vörumerki eða gegn fólki sem reykir þessa síga-
rettutegund; í miklu víðara samhengi er myndin árás gegn neyslu-
þjóðfélaginu og gegn auglýsingum sem eru hernaðararmur þess.
Styrkur þessa málverks og frumleiki þess liggja í því að Erró tekur
auglýsingu (í þessu tilviki fyrir sígarettur) og snýr henni gegn sjálfri
sér.
Með því að setja hana í nýtt samhengi andspænis ljósmyndinni
af apanum dregur hann tælingarmáttinn úr auglýsingunni og af-
hjúpar virkni hennar. Textarnir, sem settir eru í samband við bæði
5 Sígarettan hafði sterk tengsl við karlmennsku en núna varð hún tákn fyrir frelsun
kvenna.
6 „Fucky“ er klúryrði sem tengist kynlífi en vísar einnig í að yrðingar eins og til
dæmis ,að láta taka sig aftan frá‘, í yfirfærðri merkingu ,að láta hafa sig að fíflik