Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 9
SPORT 910. ágúst 2018
G
ylfi Þór Sigurðsson mun
klæðast treyju númer 10
hjá Everton þegar enska
úrvalsdeildin hefst á föstu-
dag. Gylfi er að hefja sitt annað
tímabil með þeim bláklæddu en
hann kom til félagsins frá Swansea
síðasta sumar.
Gylfi mun eflaust leika stórt
hlutverk í liðinu á tímabilinu en
Marco Silva er nú tekinn við stjórn
liðsins og hann er aðdáandi ís-
lenska landsliðsmannsins. Mikl-
ar væntingar eru gerðar til Ev-
erton sem hafnaði í áttunda sæti
deildarinnar á síðasta tímabili.
Everton á síðustu leiktíð:
Sæti: 8
Mörk skoruð: 44
Mörk fengin á sig: 58
Skot að meðaltali í leik: 9,4
Gul spjöld: 51
Rauð spjöld: 3
Vel heppnaðar sendingar: 74,3%
Everton spilar undir stjórn
Marco Silva á leiktíðinni en hann
tók við keflinu í sumar af Sam
Allardyce. Gylfi hefur sjálfur stað-
fest að margar breytingar eigi sér
stað hjá félaginu sem hefur haft
þrjá knattspyrnustjóra á einu ári.
Ronald Koeman fékk Gylfa til
liðsins eftir slæma byrjun í fyrra.
Þegar hann var rekinn tók Allar-
dyce við.
Pressan er augljóslega mik-
il á Silva og félögum. Liðið hefur
eytt fúlgum í leikmenn undanfar-
in tvö tímabil og stefnan er sett á
Evrópusæti í vetur. Everton hefur
allt til að geta náð góðum árangri
og spilað flottan fótbolta en sumt
þarf að breytast.
Helst ber að nefna frammistöðu
liðsins gegn stórliðum deildarinn-
ar. Liðið tapaði átta af tólf leikjum
gegn „hinum stóru sex“ á síðasta
tímabili og oftar en ekki var tap-
ið stórt. Liðið fékk til að mynda á
sig tíu mörk í tveimur leikjum gegn
Arsenal.
Lykillinn:
Til að ná góðum árangri verður
Everton að ná stöðugleika. Liðið
byrjaði tímabilið vel í fyrra og vann
1-0 sigur á Stoke og gerði svo 1-1
jafntefli við Manchester City. En
eftir það vann Everton aðeins einn
af átta leikjum sínum, 2-1 sigur á
Bournemouth í sjöttu umferð.
Mjög mikilvægt er fyrir Silva
að slípa þetta lið saman á stutt-
um tíma en hann hefur ekki fengið
mikinn tíma til að vinna með þess-
um leikmönnum í sumar. Ron-
ald Koeman keypti marga leik-
menn fyrir síðasta tímabil og það
kom augljóslega niður á liðinu.
Skipulagið var lítið og leikmenn
þekktu hver annan ekki neitt.
Gengi liðsins lagaðist töluvert eft-
ir að Allardyce tók við liðinu af
Koeman en fram að því var von-
leysið algert.
Leikmenn eins og Gylfi, Ric-
harlison, Theo Walcott, Cenk
Tosun, Seamus Coleman, Lucas
Digne og Michael Keane verða að
stíga upp í leikjum liðsins og verð-
ur athyglisvert að sjá hvernig byrj-
unarliðið mun líta út í fyrstu um-
ferð.
Gylfi Þór Sigurðsson:
Óhætt er að fullyrða að Gylfi Sig-
urðsson sé maðurinn sem á að
koma Everton í Evrópusæti. All-
ir vita hversu góður knattspyrn-
umaður hann er. Gylfi getur skil-
að mörkum og stoðsendingum þó
að hann hafi átt ansi rólegt fyrsta
tímabil hjá liðinu.
Gylfi skoraði aðeins fjögur
mörk í deild á sinni fyrstu leik-
tíð á Goodison Park og lagði upp
önnur þrjú. Stöðugleiki hefur
ávallt verið lykilatriði í leik Gylfa
og breytingarnar hjá Everton síð-
asta sumar hjálpuðu honum ekki.
Gylfi var oft notaður á vængnum
eftir að Wayne Rooney kom frá
Manchester United en það er ekki
hans sterkasta staða. Vonandi átt-
ar Silva sig á því.
Gylfi þarf að fá að vera aðal-
maðurinn hjá liðinu. Hann ætti
að taka allar auka-, horn- og víta-
spyrnur enda einn besti spyrnu-
maður deildarinnar. Um leið og
hann finnur fyrir tiltrú og sjálfs-
traustið kemst í gang þá stöðvar
hann fátt því gæðin eru til stað-
ar. Spil Everton á að fara í gegnum
leikmenn eins og Gylfa sem kunna
að búa sér til pláss og eru með eitr-
aðan skot- og sendingarfót.
Tölfræði Gylfa á síðustu leiktíð:
Leikir: 27
Mörk: 4
Stoðsendingar: 3
Sendingar: 700
Fyrirgjafir: 150
Vel heppnaðar fyrirgjafir: 23%
Skot: 39
Skot á mark: 12
Gylfi ætti að smellpassa inn
í hugmyndafræði Silva sem vill
spila sókndjarfan fótbolta og
skemmta áhorfendum. Ef hann
breytir of miklu og skiptir um
leikkerfi í hverjum leik þá gætu
skapast vandræði fyrir Gylfa og
aðra leikmenn.
Staðan á leikmannahópnum:
Everton hefur losað sig við marga
leikmenn í sumar en tveir góð-
ir voru keyptir á háar upphæðir.
Sóknarmaðurinn Richarlison var
keyptur frá Watford en hann var
frábær undir stjórn Silva þegar þeir
unnu saman þar. Richarlison er að-
eins tvítugur og var einn allra besti
leikmaður Watford á síðustu leiktíð.
Everton keypti einnig bakvörð-
urinn Lucas Digne frá Barcelona.
Hann lék áður með Lille, Paris St.
Germain og Roma og hefur því
mikla reynslu þrátt fyrir að vera að-
eins 25 ára. Það er góður fengur fyr-
ir liðið.
Fjölmargir leikmenn sem þóttu
ekki standa undir væntingum á síð-
asta tímabili eru farnir annað. Má
þar nefna Kevin Mirallas, Ashley
Williams, Ramiro Funes Mori, Way-
ne Rooney og Davy Klaassen.
Leikmenn inn:
Richarlison (Watford) – Keyptur
Lucas Digne (Barcelona)
– Keyptur
Joao Virginia (Arsenal)
– Keyptur
Leikmenn út:
Joel Robles (Real Betis)
– Samningslaus
Jose Baxter – Samningslaus
David Henen – Samningslaus
Ramiro Funes Mori – Seldur
Wayne Rooney – Seldur
Luke Garbutt (Oxford United)
– Lán
Henry Onyekuru (Galatasaray)
– Lán
Shani Tarashaj (Grasshopper
Zurich) – Lán
Davy Klaassen (Werder Bremen)
– Keyptur
Ashley Williams (Stoke City)
– Lán
Antonee Robinson (Wigan) – Lán
Kevin Mirallas (Fiorentina) – Lán
Spá fyrir tímabilið 2018/2019:
Ef Silva nær tökum á liðinu
snemma og finnur sitt sterkasta
byrjunarlið er útlitið afar bjart.
Everton er með leikmannahóp
sem á að spila í Evrópukeppni og
er launakostnaður liðsins einnig
mjög hár.
Margir setja spurningarmerki
við komu Silva en hann var rekinn
frá Watford á síðustu leiktíð eft-
ir að hafa misst klefann stuttu eft-
ir að hann var orðaður við Everton
sem leitaði þá að stjóra. Ef engin
vandamál koma upp utan vallar
og liðið nær að sýna stöðugleika
þá er óhætt að spá liðinu sjöunda
sæti deildarinnar.
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI
Íslendingaliðin í ensku úrvalsdeildinni: 433 spáir í spilin
EVERTONJóhann er ekki aðeins fram-úrskarandi knattspyrnumaður heldur fellur hann vel að hug-
myndafræði Dyche og það hef-
ur sýnt sig. Jóhann hleypur
mjög mikið fyrir sitt lið og gerir
fá mistök í leikjum.
Hann leikur stórt hlutverk
bæði varnar- og sóknarlega
og verður að öllum líkindum
fastamaður í liðinu á komandi
tímabili.
Staðan á leikmannahópnum:
Burnley hefur ekki styrkt leik-
mannahópinn mikið í sum-
ar og kannski engin ástæða til
eftir frábært tímabil. Dyche
veit hvað hentar honum best
og leitar iðulega til enskra leik-
manna. 14 leikmenn í aðalliði
Burnley eru enskir og aðeins
sjö leikmenn eru ekki bresk-
ir. Jóhann er hluti af þeim fá-
menna hópi.
Liðið festi kaup á framherj-
anum Matej Vydra fyrr í sum-
ar en hann spilaði síðast með
Derby County og var öflugur
markaskorari. Fróðlegt verður
að sjá hvernig Vydra stendur
sig því hann er ekki jafn hávax-
inn og aðrir framherjar Burnley
og hann býr einnig yfir meiri
hraða. Kaupin á Vydra minna
þó óþægilega mikið á kaup
liðsins á Nahki Wells síðasta
sumar. Wells skoraði grimmt
fyrir Huddersfield en kom að-
eins níu sinnum við sögu hjá
Burnley.
Ben Gibson er leikmað-
ur sem mun eflaust hjálpa til
varnarlega en hann var keypt-
ur frá Middlesbrough í sum-
ar og á að baki 185 deildarleiki
fyrir liðið.
Leikmenn inn:
Vinnie Steels (York City)
– Á frjálsri sölu
Ben Gibson (Middlesbrough)
– Keyptur
Joe Hart (Man City) – Keypt-
ur
Matej Vydra (Derby County)
– Keyptur
Leikmenn út:
Dean Marney – Samningslaus
Scott Arfield – Samningslaus
Tom Anderson – Samnings-
laus
Chris Long – Samningslaus
Josh Ginnelly – Samningslaus
Conor Mitchell (St. Johnsto-
ne) – Lán
Aiden Stone (Lancaster City)
– Lán
Spá fyrir tímabilið
2018/2019:
Það er erfitt að spá Burnley
betra gengi en á síðustu leik-
tíð er liðið kom öllum á óvart
og hafnaði í sjöunda sæti og
vann sér inn þáttöku í Evrópu-
deildinni. Ástríðan hjá leik-
mönnum Burnley er meiri en
hjá flestum öðrum og er því
ómögulegt að spá liðinu falli.
Ef allar hliðar eru skoðaðar
er líklegt að liðið endi tímabil-
ið um miðja deild eða í 11. sæti
deildarinnar. Önnur lið hafa
styrkt sig meira en Burnley í
sumarglugganum en eins og
áður kom fram eru fá lið með
jafn þéttan og vel skipaðan hóp
og Dyche og félagar.