Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Page 14
14 10. ágúst 2018BLEIKT U m 25 ungmenni hafa látist í ár vegna eiturlyfjaneyslu samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, neyslu­ mynstur ungmenna er að breyt­ ast og auðvelt er fyrir ungmenni að ná sér í lyf og fíkniefni í gegn­ um samfélagsmiðla og snjallsíma. Staðalímyndin um hinn dæmi­ gerða fíkniefnaneytanda er líka breytt, auk þess sem leitarbeiðn­ ir og nauðungarvistun barna og unglinga í vanda er að aukast. Blaðamaður ræddi við mæður barna sem fallin eru frá langt fyrir aldur fram vegna neyslu á lyfseðils skyldum lyfjum, móður ungs manns sem svipti sig lífi eftir að hafa verið neitað um hjálp á geðdeild, bróður ungs manns sem framdi sjálfsvíg eftir langvarandi neyslu, og Guðmund Fylkisson lögreglumann sem finnur „Týndu börnin“ og færir þau heim. Sú staðalímynd hefur lengi loð­ að við börn og ungmenni sem eru að prófa fíkniefni eða eru í neyslu að um sé að ræða vandræðabörn frá brotnum heimilum, sú er þó ekki raunin. Guðmundur Fylkis­ son sem hefur í fjögur ár leitað að „Týndu börnunum“, börnum sem velja að yfirgefa heimili sitt og fjölskyldu og fara huldu höfði af einhverri ástæðu, segir börnin vera þverskurð af íslensku samfé­ lagi. Vissulega komi einhver þeirra af brotnum heimilum og hafi átt erfitt uppdráttar alla sína æsku, en meirihlutinn sé venjuleg börn frá venjulegum heimilum, þar á með­ al afrekskrakkar í íþróttum. Sama á við um ungmennin sem látist hafa í ár vegna neyslu lyfseð­ ilsskyldra lyfja, meirihluti þeirra er venjuleg börn af venjulegum heimilum, börn sem hafa ekki neyslusögu að baki, ungmenni sem stunduðu nám og vinnu, áttu vini og fjölskyldu að, áhugamál og drauma, en fikt skildi milli lífs og dauða hjá þeim. Upplifði fordóma annarra hjá sjálfri sér „Þegar dóttir mín lést þá var hún fyrsti einstaklingurinn í stórfjöl­ skyldunni sem prófaði fíkniefni og ég fann hjá sjálfri mér þvílíka for­ dóma gagnvart því og varð hrædd um að umræðan yrði að hún væri bara enn einn dauður dópisti, ég held að fordómar mínir pínulítið endurspegli fordóma annarra,“ segir Kristín Frímannsdóttir, móð­ ir Ingibjargar Melkorku Ásgeirs­ dóttur, sem lést sautján ára göm­ ul, eftir að hafa prófað fíkniefni í fyrsta sinn. Kristín segir dóttur sína hafa átt erfitt uppdráttar í skóla, hún varð fyrir einelti meðal annars vegna sérstakra áhugamála. Hún var ein af þeim sem pössuðu ekki inn í skólakerfið, en afburðanemandi í því sem hún hafði áhuga á. „Hún var heilluð af göldrum og öllu dul­ rænu og það stuðaði einhverja krakka í kringum hana sem skildu þetta ekki. Hún skipti um skóla og eignaðist nýja vini þar og ég vil meina að líf hennar hafi snarbatn­ að við það, en hún var brennd af fyrri reynslu. Hún mætti oft eng­ um skilningi á því hvernig hún var, hún var afburðanemandi en fékk aldrei að njóta sín sem slíkur.“ Ingibjörg lést þegar hún var að klára fyrsta árið í menntaskóla, hún var til í að prófa að storka líf­ inu og dauðanum að sögn móður hennar, sem telur það vera ástæðu þess að dóttir hennar ákvað að prófa fíkniefni. „Hún var búin að missa aðeins virðinguna fyrir sjálfri sér og vildi taka sénsinn.“ Kvöldið sem Ingibjörg lést fór hún út, keypti e­töflur og lést eft­ ir að hafa innbyrt eina og hálfa e­töflu. Hún er sá Íslendingur sem hefur dáið með minnst efni í blóð­ inu. „Maður man það sem ung­ lingur að maður hafði þörf fyrir að prófa. Að sumu leyti er þetta kannski unglingafikt og þessi bjargfasta trú að það komi ekk­ ert fyrir mig,“ segir Kristín, sem telur að koma þurfi fræðslu inn í skólana, en einnig til foreldra um hversu alvarleg neysla fíkniefna er. „Við sem eigum börnin verðum að vera meðvituð um heiminn sem þau eru í svo við getum frætt þau verndað og varið, við trúum stundum ekki hvað er í gangi hjá þeim.“ Féll aftur sama kvöld og vin- kona hennar fyrirfór sér á Vogi Í sama streng tekur Hildur Hólm­ fríður Pálsdóttir, móðir Ölmu Maureen Vinson, sem lést í október árið 2014 eftir að hafa tek­ ið inn of stóran skammt af morfín­ lyfinu Contalgin. Hún var þá að­ eins 15 ára gömul og var búin að vera í neyslu í þrjú ár. Hildur hef­ ur gagnrýnt úrræðaleysi í sam­ félaginu gagnvart ungmennum í sömu stöðu og dóttir hennar var í og telur fræðslu í skólum ábóta­ vant og að hún þurfi að byrja mun fyrr, jafnvel um 12 ára aldur. Fyrir andlát hennar var Alma nýbyrjuð í vinnu og búin að skrá sig í Fjölbraut í Ármúla, en hætti fljótlega. Alma var búin að fara nokkrum sinnum inn á Vog, hún er með þeim yngstu sem hafa far­ ið þangað, en hún var 13 ára þegar hún fór í fyrsta sinn. „Þegar hún var 14 ára þar í meðferð þá neit­ aði hún að vera þar lengur og ég fékk símtal um að sækja hana og ég spurði hvort hún gæti bara ráð­ ið því 14 ára. Alma kláraði síðustu meðferð sína þremur vikum fyrir andlát sitt,“ segir Hildur: „Það var búið að lofa henni plássi á Vík en hún var svikin um það. Hún var svo mikill fíkill að ég held að meðferð þar hefði bara lengt líf hennar, ég hugsa að hún hefði engu að síður farið svona. Alma kom út af Vogi sama kvöld og önnur ung stúlka fyrirfór sér þar. Andlát hennar fréttist strax í undirheimunum og Alma fór klukkutíma síðar, keypti sér efni og féll.“ Eftir andlát dóttur sinnar hefur Hildur boðið skólum upp á fræðslu, en hún segir nánast enga fræðslu í boði fyrir utan Marita­ fræðsluna, en hún segir þá fræðslu ólíka sinni. Hún ætlar að halda áfram að bjóða upp á fræðsluna í vetur. „Ég mæti með fyrirlestur, glærur og myndir og sýni mynd­ ir af kistunni með þeim orðum að svona geti þetta endað. Ég vil helst hafa lítinn hóp, mesta lagi 1–2 bekki. Krakkarnir spyrja margra spurninga. Ég var beðin um að Ungmennin sem féllu frá langt fyrir aldur fram FIKT GETUR SKILIÐ MILLI LÍFS OG DAUÐA n Neyslumynstur ungmenna breytt n Lyfseðilsskyld lyf orðin algengari Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir 08.03.1998–02.06.2015 „Ingibjörg Melkorka var tekin frá okkur á hrikalegan og ógnvekjandi hátt sem erfitt er að átta sig á. Hún var manneskja sem hefur skilið eftir djúp spor í sálu þeirra sem þekktu hana og mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Ingibjörg fór alla tíð sínar eigin leiðir og hafði sérstaka sýn á heiminn. Það var alltaf sterkt í henni listamaðurinn, bókaormur- inn, dýravinurinn og spekingurinn. Við þökkum fyrir þessa kosti hennar því hún skilur eftir sig bæði ljóð og myndir sem sem færa okkur nær henni.“ Úr minningargrein systra Ingibjargar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.