Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Side 16
16 LÍFSSTÍLL 10. ágúst 2018
S. 565 2217 - pappir@pappir.is - Kaplahraun 20 - 220 Hanarfjörður
STAFRÆN PRENTUN
Á AUGABRAGÐI
NAFNSPJÖLD
BRÉFSEFNI
UMSLÖG
BÆKLINGAR
PLAKÖT
TÆKIFÆRISKORT
MATSEÐLAR
O.FL O.FL.
gera fyrirlestur fyrir foreldra líka
og þá hugsaði ég hann út frá því
sem ég hefði viljað vita, ég er með
myndir af augum, hvernig þau líta
út þegar barnið er í neyslu. Einnig
nefni ég atriði eins og það að mat-
skeiðar fóru að hverfa, ég taldi að
þær hefðu bara týnst, en þá var
Alma að nota þær í neyslunni.
Vinir Ölmu hafa sumir hætt í
neyslu, nokkrir eru látnir og aðr-
ir eru enn í bullandi neyslu. Ég er
stundum hrædd á hverjum ein-
asta degi um að einhver vinur
hennar sé farinn.“
Lyfin hefðu sigrað hefði hann
ekki svipt sig lífi
„Það er sorglegt að eins mikill fík-
ill og bróðir minn var að hann var
mjög góð manneskja. Hann stal
aldrei frá fjölskyldu eða vinum
og það eru margir sem lifa góðu
lífi í dag, sem voru fíklar en hann
náði að aðstoða úr neyslu. Hann
vissi hvernig átti að gera þetta, en
þráhyggjan var svo mikil að hann
náði ekki að bjarga sjálfum sér,
þótt hann hafi bjargað mörgum
öðrum,“ segir Daníel Örn Sig-
urðsson, bróðir Steindórs Smára
Sveinssonar, sem svipti sig lífi í
júní eftir langvarandi neyslu, þar
á meðal á lyfseðilsskyldum lyfjum.
Steindór Smári byrjaði í neyslu
14 ára gamall, var kominn í harða
sprautuneyslu tvítugur og náði
sér aldrei úr neyslunni. „Hann var
edrú af og til í einhverja mánuði,
en það dugði aldrei. Þetta stóð
og féll með honum og því miður
féll þetta með honum á endan-
um,“ en eftir að hafa neytt mikils
magns fíkniefna fór Steindór
Smári og hengdi sig í bílakjallara.
„Hengingin var afleiðingin, en lyf-
in voru orsökin. Hann sprautaði
sig með öllu sem hann komst í.
Lyfin hefðu sigrað hefði hann ekki
svipt sig lífi.“
Daníel Örn gerði myndband í
tilefni þess að Steindór Smári átti
afmæli og tengdi það forvarnar-
átaki fjölskyldu Einars Darra
Óskars sonar, Ég á bara eitt líf.
„Ég veit að þetta er eitthvað sem
Steindór Smári hefði viljað, að
hans dauði yrði ekki til einskis. Að
hann myndi hafa einhver áhrif á
aðra. Mér finnst dauði hans ekkert
tabú. Það til dæmis kemur aldrei
fram í dánartilkynningum ef ein-
hver deyr vegna baráttu við fíkni-
efni eða vegna sjálfsvígs. Það þarf
að tala um þessi mál opinberlega.
Það eykur skilning fólks og er auk-
in forvörn og fræðsla.“
Kom alls staðar að lokuðum
dyrum þegar hann leitaði sér
hjálpar
Kristján Steinþórsson barðist
við þunglyndi og önnur andleg
vandamál frá barnæsku. Hann
fannst látinn í herbergi sínu í júní
síðastliðnum, en hann svipti sig
lífi eftir að hafa ítrekað mætt lok-
uðum dyrum þegar hann leitaði
sér hjálpar.
„Það virðast ekki vera til úr-
ræði fyrir þetta fólk. Það þarf að
vera hægt að grípa fólk sem lend-
ir í andlegri krísu áður en það fer
að reyna að lækna sig sjálft með
því að reykja gras og prófa hin og
þessi efni til þess að deyfa sársauk-
ann,“ sögðu Dagbjört Þráinsdóttir,
móðir Kristjáns, og systir hennar,
Andrea, í viðtali við DV í lok júní.
Á sínum yngri árum var Krist-
ján afburða nemandi, sá besti í
skólanum, og hafði allt til brunns
að bera til að eiga gæfuríkt og gott
líf en kerfið brást honum á öllum
stigum. Hann átti fjölskyldu sem
studdi hann og var vinsæll meðal
allra sem kynntust honum.
Kristján hafði glímt við þung-
lyndi, kvíða og félagsfælni um
langt skeið og sautján ára fór hann
að leita í fíkniefni til að deyfa sárs-
aukann. Í kringum jólin árið 2017
var hann farinn að leita í harðari
efni og sökk hratt niður í dýpi
þunglyndis og fíkniefnaneyslu.
Þegar hann grátbað um aðstoð á
sinni myrkustu stund mætti hon-
um sinnuleysi og hroðvirknisleg
vinnubrögð. Afleiðingin er sár,
bæði fyrir fjölskyldu hans og vini
og samfélagið allt.
„Við vorum alltaf mjög náin og
töluðum opinskátt um allt og þar
voru veikindi hans ekki undanskil-
in. Það voru gerð endalaus mistök
á geðdeildinni. Kristján átti að fara
á biðlista en hann var búinn að
mæta þrisvar sinnum þegar í ljós
kom að hann hafði aldrei verið
settur á biðlista og hann var alltaf
sendur heim eftir það. Þennan
dag áttu þeir að hafa samband við
hann en þeir hringdu ekki þannig
að hann hringdi sjálfur. Þá fékk
hann þær fréttir að hann þyrfti að
bíða í einhverja daga til viðbótar.
Þá var hann búinn að gefast
upp og missa alla von. Hann vildi
komast inn núna og sagði konunni
sem hann talaði við að hann gæti
ekki beðið lengur.“
Kristján komst loksins inn á
geðdeild Landspítalans og var þar
í eina viku. Eftir þá dvöl átti hann
að komast í fíknimeðferð á Teigi
og var bjartsýnn á að komast þar
inn. Taka átti einn hóp inn á Teig
áður en sumarfríin hefðust og
meðferðarheimilinu yrði lokað
Alma Maureen Vinson 07.10.1998–03.10.2014 „Aldrei í lífinu hélt ég að ég ætti
eftir að gera þetta, að sitja heima með tárin í augunum að skrifa minningargrein um
dóttur mína. Elsku litli fallegi engill, það eru engin orð sem fá því lýst hversu mikið við
söknum þín. Núna er allt svo hljótt, enginn söngur úr herberginu þínu, enginn gítarleikur,
og ekkert verið að kalla á mömmu sína til að biðja hana um að koma með eitthvað. Að
koma að barninu sínu látnu í rúminu sínu er ekki það sem nokkur getur hugsað sér að eiga
von á, við stóðum hérna agndofa, ég og bróðir hennar, skelfingin var svakaleg. Af hverju
þú sofnaðir svefninum langa fáum við ekki að vita strax en sjálfsagt er ekki hægt að
kveðja þetta líf á fallegri máta. Lífið hafði ekki alltaf verið dans á rósum en þú gerðir allt
sem þú gast til að halda þínu striki. Framtíðarplönin voru alveg á hreinu, að klára skólann
með sálfræði og félagsfræði sem aðalfög, stofna svo meðferðarheimili fyrir börn sem
hafa lent í vandræðum, því þú vildir ekki að neinn þyrfti að ganga í gegnum það sem þú
varst búin að gera.“ Úr minningargrein Hildar móður og Stefáns bróðir Ölmu.
Steindór Smári Sveinsson 03.08.1986–13.06.2018 „Þá er síðasta kafla í lífi
bróður míns lokið. Hann var jarðsunginn í dag umkringdur fjölskyldu og vinum. Athöfnin
var afburða falleg rétt eins og drengurinn sem við kvöddum í hinsta sinn. Þakkir til allra
sem sáu sér fært að kveðja hann með okkur.“ Daníel Örn Sigurðsson, bróðir Steindórs
Smára.
Kristján Steinþórsson 28.01.1992–09.06.2018 „Ég á erfitt með að trúa þessu
en ætla mér að læra að lifa með sorginni. Þið sem þekktu hann vissuð að þar var á ferð
einstakur drengur, ljúfur og góður, afburða greindur og skemmtilegur. Við höfum ákveðið
að tala opinskátt um hann og hans líf. Mögulega er hægt að opna augu einhverra með
því. Hvíldu í friði elsku drengurinn minn. Ég mun alltaf elska þig af öllu hjarta,“ segir
Dagbjört Þórunn Þráinsdóttir, móðir Kristjáns.
Guðrún Andrésdóttir 07.09.1989–10.11.2017 „Guðrún var ung kona sem átti
allt lífið framundan, hún lést af völdum lyfjaeitrunar lyfseðilsskyldra lyfja, aðeins 28 ára
gömul. Andlát hennar kom okkur algjörlega í opna skjöldu. Guðrún var róleg og yfirveguð
ung móðir í námi, hún átti sitt heimili og sína framtíðardrauma. Hún var heimakær og
var lítið fyrir skemmtanalífið. Áhugamálin hennar voru að vera úti í náttúrunni eða að
vera heima og horfa á góðar myndir í rólegheitum. Hún var með smitandi hlátur og
mikill húmoristi, hafði hlýja og góða nærveru og var tilfinningarík og trygglynd. Hún var
góður vinur vina sinna og góð systir sem hafði alltaf tíma til að hlusta. Hún var á þeim
stað þegar hún lést, Þetta var svo stuttur aðdragandi. Í dag eigum við kærleiksríkar
minningar um Guðrúnu sem fór allt of fljótt, fór í blóma lífsins og skildi eftir sig þriggja
ára yndislegan son,“ segir Fanney Halldóra Kristjánsdóttir, móðir Guðrúnar.