Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 19
10. águst 2018 FRÉTTIR 19 eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Boltinn í beinni á castello Í vor fór Reykjavíkurborg í út- boð vegna uppsetningar og rekstrar strætóbiðskýla sem notendur Strætó í Reykjavík munu nota daglega víðs vegar um borgina næstu 15 ár. Útboð- ið hljóðaði upp á uppsetningu og rekstur á allt að 400 biðskýlum en að lágmarki 210 biðskýli. Ekkert fyrirtæki tók þátt í útboði Reykja- víkurborgar og fór þá vinna af stað innan borgarinnar í að hafa samband við fyrirtæki sem hefðu sýnt útboðinu áhuga og ræða við þau. Eftir þá vinnu var gerð- ur kaupsamningur við fyrirtækið Dengsa ehf. og hljóðaði sá samn- ingur upp á rekstur 210 biðskýla víða um borgina. AFA JCDecaux Ísland, sem hefur rekið biðskýli í Reykjavík síðan 1998, hefur nú kært samninginn til kærunefnd- ar útboðsmála hjá fjármálaráðu- neytinu. Samkvæmt kærunni er þess krafist að samningurinn verði lýstur óvirkur, að Reykjavíkurborg verði að gera nýtt útboð ásamt því sem þess er krafist að skoðuð verði möguleg skaðabóta- skylda borgarinnar gagnvart AFA JCDecaux Ísland. Í kærunni efast lögfræðingur, sem fer með málið fyrir hönd AFA JCDecaux Ísland, um fjárhagslega burði Dengsa ehf. ásamt því að benda á mögu- legt reynsluleysi stjórnenda móð- urfélags Dengsa ehf. á rekstri og uppsetningu biðskýla. Einnig tel- ur kærandi að slegið hafið verið af kröfum útboðsins við gerð kaup- samningsins við Dengsa ehf. Í samtali við DV vísaði Vé- steinn Gauti Hauksson, fram- kvæmdastjóri Billboards ehf., móðurfélags Dengsa þessum at- riðum á bug. Hann sagði að fjár- hagsstaða fyrirtækisins væri góð og að fyrirtækið hefði staðist all- ar kröfur útboðsins. „Við gerum okkur grein fyrir því að svona ver- kefni kostar mikla peninga og þá þurfa hluthafarnir að auka eig- ið fé fyrirtækisins, sem verður að sjálfsögðu gert eftir að verk- efnið er farið af stað.“ Hann segir einnig: „Dengsi er búið að vera í rekstri á þessum markaði í yfir 20 ár. Fyrirtækið setti upp flest öll flettiskilti á landinu og að reka svona flettiskilti allan þennan tíma tel ég vera gífurlega reynslu.“ 560 stoppistöðvar í Reykjavík – þar af 182 biðstaurar Eins og áður kemur fram munu 210 biðskýli verða sett upp af Dengsa ehf., en afgangurinn af biðstöðvum í Reykjavík verður rekinn af Reykjavíkurborg. Í dag sér borgin um rekstur á 231 bið- skýli og 182 biðstaurum. Margir notendur almenningssam- gangna í Reykjavík hafa kvart- að undan því að þurfa bíða eftir strætisvögnum án þess að hafa skýli til að verjast veðri og vind- um. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við DV varðandi fjölgun strætó- skýla: „Það er náttúrlega planið. Áætlun er í gangi um að útrýma biðstaurunum en þetta verð- ur tekið í skrefum.“ Samkvæmt skýrslu umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjavíkurborgar, árið 2015, kemur fram að heildarkostn- aðurinn við að breyta öllum bið- staurum í biðskýli sé 273 milljónir króna. Fjárfestingar í almennings- samgöngum hafa verið nokkuð miklar undanfarin ár, en svo virð- ist sem biðstöðvar séu ekki for- gangsatriði. Sem dæmi voru, árið 2003, settar 400 milljónir í þróun svonefndra smartkortalausna til að nota sem greiðslulausn fyrir strætó. Það verkefni endaði með því að sú lausn var aldrei innleidd þrátt fyrir gífurlega kostnað sem fylgdi verkefninu. Meirihluti stauranna í úthverfum borgarinnar „Það er ekki þannig að það sé skipt upp eftir hverfum, það eru staur- ar jafnt um alla borg,“ segir Sigur- borg. Þegar yfirlitskort yfir fjölda biðstaura er skoðað sést vel að meirihluti þeirra er í úthverfum borgarinnar. DV spurði Þorstein R. Hermannsson, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, hvort það væri ekki verið að mismuna notend- um almenningssamgangna eftir búsetu innan borgarinnar með því að bjóða þeim ekki öllum sömu þjónustu. „Ég myndi gjarnan vilja að það væru strætóskýli alls stað- ar þar sem hægt er að koma þeim fyrir, það þarf bara meiri fjármuni. Það væri alveg hægt að veita meiri fjármunum í þetta. Það er náttúr- lega ákvörðun sem borgarstjórn verður að taka.“ n Útboð á strætóskýlum kært - Færri skýli í úthverfum Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is n Kaupsamningur gerður til 15 ára E yþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er enn þá stærsti hluthafi Árvakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins, með um rúman 23% hlut í gegnum hlutafélag sitt Ramses ehf. Þetta kemur fram í hagsmunaskráningu hans sem hann þurfti að skila inn sem borg- arfulltrúi í Reykjavík. Í samtali við DV sagði Eyþór að hann væri bú- inn að segja sig úr stjórn Árvak- urs og hefði þar af leiðandi ekkert ákvörðunarvald innan fyrirtæk- isins. Hann skipaði einnig engan í stjórn Árvakurs í sinn stað. Ramses ehf. á svo fjöldann allan af dótturfélögum eins og til dæm- is ST Holding ehf. sem á eignir upp á rúmar 860 milljónir króna samkvæmt ársreikningi félagsins. Þegar Eyþór var spurður hvort hann hafi ekki verið að leita að kaupanda að sínum hlut í Morgunblaðinu svaraði hann: „Ég hef nú ekki verið beint að leita að honum, en ég sagði að ef það væri kaupandi þá væri hluturinn til sölu, en það hefur ekkert kom- ið út úr því.“ Blaðamaður spurði hann þá hvort hluturinn væri enn þá til sölu og hann svaraði: „Ég hef ekkert verið að auglýsa hann til sölu en hann er falur fyrir gott verð. Maður er náttúrlega aðeins í eftirlitshlutverki í stjórnarand- stöðu og sem slíkur er maður ekki í valdastöðu, en ég er farinn út úr mörgum fyrir tækjum. Ég var nú kannski ekki að hafa frumkvæði að því að leita að kaupanda, held- ur var ég einfaldlega spurður hvort hluturinn væri til sölu. Hins vegar hefur ekki verið rosaleg eftirspurn eftir hlutabréfum í fjölmiðlum.“ Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni ræddi Kristján Kristjáns- son,umsjónarmaður þáttarins, við Eyþór Arnalds meðan hann var í kosningabaráttu um oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Bað hann Eyþór að svara því afdráttarlaust hvort hann myndi losa sig undan eignarhaldi í fjölmiðli ef hann yrði kjörinn borg- arfulltrúi í Reykjavík. „Ég er þeirr- ar skoðunar að ég eigi að fara úr því, ég er prinsippmaður,“ svaraði Eyþór. „Einhver verður að eiga í þessum blessuðum fjölmiðlum“ Blaðamaður spurði Eyþór einnig hvort það væri ekki óheppilegt að stjórnmálamenn ættu í fjölmiðlum þar sem hlutverk fjölmiðla gæti oft verið að gagnrýna sjálfa stjórnmála- mennina. Svaraði Eyþór því til að þess væru nú dæmi að stjórnmála- menn hefðu átt í fjölmiðlum. „Fjöl- miðlar eiga að gagnrýna stjórnmála- menn, það er alveg rétt, en þeir eiga líka að gagnrýna viðskiptamenn og þeir eiga almennt að vera gagnrýn- ir. Þeir eru ekki bara til að gagnrýna stjórnmálamenn.“ Eyþór minnist þess einnig í sam- tali við blaðamann að hann hafi nú átt í fleiri fjölmiðlum og hafi til dæm- is verið hluthafi í DV þegar hann var aðeins 11 ára gamall. „Ég var blaða- sali á þessum tíma hjá DV og notaði þá peninga til að kaupa mín fyrstu hlutabréf og þau voru í DV.“ Aðspurð- ur hvort það hafi verið góð fjárfesting svaraði hann einfaldlega: „nei.“ Hann sagði svo að lokum: „Svo er þetta nú svo lítið land og einhver verður að eiga í þessum blessuðum fjölmiðlum. Við megum ekki gleyma því að eigendur eru almennt ekki að ritstýra. Það er reyndar öðruvísi með suma netmiðlana þar sem hluthafar eru líka ritstjórar, en það er ekki þannig með Árvakur. En hins vegar er ekki langt síðan Öwssur Skarp- héðinsson var bæði þingmaður og ritstjóri DV.“ n Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is Eyþór Arnalds sagðist ætla að selja hlut sinn í Morgunblaðinu „Ég er prinsippmaður“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.