Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Page 20
20 MENNING 10. águst 2018 „Eins smells undur“ í íslenskri tónlistarmenningu Tómas Valgeirsson tomas@dv.is H ugtakið „one-hit wonder“ er allnokkrum kunnugt. Þegar farið er í gegnum sögu íslenskrar dægurmenningar og tónlistar er vissulega ekki pláss fyrir alla til þess að slá í gegn, hér eða í hin- um stærri heimi. Sumir listamenn fá vart að líta dagsins ljós, þrátt fyrir taumlausar tilraunir, á meðan aðrir rétt komast í snertingu við tinda frægðarinnar, en ná svo ekki sömu hæðum í kjölfarið. En það er alltaf þess virði að reyna, og betra er að ná lágmarksár- angri en engum. Nú skulum við slá á létta strengi og líta yfir ýmsar hljóm- sveitir og einstaklinga sem flokka mætti sem „eins smells undur“ Íslands eða skammlífar stjörnur. Upptalningin er unnin út frá fjölda álitsgjafa. Skítugir mellupeningar Hljómsveitin Dr. Mister & Mr. Handsome var þungamiðja mikillar um- ræðu árið 2006 og seldist breiðskífa hennar, Dirty Slutty Hooker Mon- ey, eins og heitar lummur á þeim tíma. Helstu slagararnir á plötunni voru lögin Kokaloca og Is it Love? og leit út fyrir að fjögurra manna sveitin myndi leggja ungdóm Íslands undir sig um ókomna tíð. Því miður varð það ekki að veruleika en slagararnir lifa enn góðu lífi. Unn- endur hljómsveitarinnar þráðu svo sannarlega meira á þessum tíma, en vissulega er betra að hætta á toppnum en teygja góðan lopa. Smiðjuvegur 4C 202 Kópavogur Sími 587 2202 hagblikk@hagblikk.is hagblikk.isHAGBLIKK Þakrennurnar eru frá GRÖNVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Brotna ekki Ryðga ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkrautt Smiðjuvegur 4C • 202 Kópavogur • Sími 587 2202 • hagblikk@hagblikk.is • hagblikk.is Álþakrennur og niðurföll Ryðga ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt & dökkrautt Brotna ekki HAGBLIKK HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖNVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu Kemst ekki frá Herbert Guðmundsson er einn sinnar tegundar hvað varðar sér- sniðinn töffarabrag. Söngvar- inn hefur aldeilis ekki haldið sig frá sviðsljósinu á liðnum árum og kom sterkur inn á níunda ára- tugnum með sítt að aftan. Á meðal hans þekktari laga má nefna Time, Hollywood og Svaraðu en kom- ast þau hvergi nærri slagaranum Can’t Walk Away hvað vinsældir áhrærir. Segja má að afgangur fer- i sins hafi horfið í skugga lagsins, þrátt fyrir að söngvarinn hafi verið í góðu stuði í gegnum árin. Hann kemst ekki burt – eins og lagið seg- ir – og íslensk tónlistarmenning hefur ekki orðið verri fyrir vikið. Jeff, hver? Margur maðurinn kannast við stuðlagið Barfly með Jeff Who? enda fékk það spilun víða og kom ófáum í réttan gír. Hljómsveitin gaf út tvær plötur árið 2005 og síðan 2008 áður en meðlimir og sýnileiki bandsins fór að fjara út. En mikið óskaplega þykir Barfly ennþá gríp- andi í dag og þegar lagið er sett á fóninn, þá hefst annaðhvort ballið fyrir alvöru, eða því lýkur með látum. Trompaði Kryddpíurnar á breska vinsældalistanum Söngkonan Alda Björk Ólafsdóttir stökk beint í 7. sæti breska vin- sældalistans með lagið Real Good Time árið 1998. Þá skákaði hún meðal annars Kryddpíunum góðu sem fóru þá í 8. sætið með Viva Forever, sem er glæsilegur árangur, þótt það verði reyndar að taka inn í myndina að Spice Girls hafi verið að sundrast á þessu tímabili og einni manneskju færri. Engu að síður tókst Öldu að láta stóran draum rætast, að slá í gegn úti í hinum stóra heimi. Það sem tók við af velgengni Real Good Time er vart þess virði að það rati í sögu- bækurnar, en öll merki benda til þess að söngkon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.